Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Ályktun og stuðningsyfirlýsing frá hjúkrunarráði HSS
Þriðjudagur 5. febrúar 2013 kl. 22:59

Ályktun og stuðningsyfirlýsing frá hjúkrunarráði HSS

Hjúkrunarráð Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja lýsir heilshugar yfir stuðningi við kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum. Hjúkrunarfræðingar á landsbyggðinni fylgjast náið með stöðunni þar, því ljóst er að sú barátta sem hjúkrunarfræðingar Landspítalans heyja þessa stundina mun hafa áhrif á alla starfandi hjúkrunarfræðinga hér á landi. Samstaða er nauðsynleg og greinilegt að hún hefur náðst meðal þeirra sem starfa á Landspítalanum. Jafna þarf launamun kynjanna og mikilvægt er að hjúkrunarfræðingum séu greidd laun miðað við þá menntun og ábyrgð sem þeir bera. 


Hjúkrunarráð HSS skorar á stjórnvöld og stjórnendur heilbrigðisstofnana að rétta hlut hjúkrunarfræðinga sem allra fyrst svo hægt sé að halda uppi þeirri góðu heilbrigðisþjónustu sem við viljum vera þekkt fyrir að veita. 


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrir hönd Hjúkrunarráðs HSS, 
Garðar Örn Þórsson, formaður