Ályktun frá Ferðamálasamtökum Suðurnesja
Ferðamálasamtök Suðurnesja telja að fyrirhuguð hækkun ríkisstjórnar Íslands á virðisaukaskatti á gistingu séu í engum takti við það sem greinin þolir. Slík hækkun mun orsaka verulegt bakslag í ferðaþjónustunni loksins þegar farið er að birta þar til. Ferðamálasamtökin telja eðlilegt að samkeppnisstaða greinarinnar sé mæld við þau lönd sem íslensk ferðaþjónustua er að keppa við á markaði. Minnt skal á að opinberar rannsóknir á þessari mikilvægu atvinnugrein eru nánast engar sem er ekki í neinu samræmi við það sem er í öðrum helstu atvinnugreinum þjóðarinnar.
Forsendurnar á bakvið þessa hækkun eru því ekki til. Ferðamálasamtökin skora á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að endurskoða hugmyndir um hækkun virðisaukaskatt úr 7 í 25,5%, annað væri ábyrgðarlaust.
Stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja