Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Ályktun aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um samgöngumál
Mánudagur 14. nóvember 2005 kl. 10:13

Ályktun aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um samgöngumál

Kjördæmisráðsfundur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fagnar útboði á öðrum kafla tvöföldunar Reykjanesbrautarinnar og vegabótum á Hellisheiði.

Fundurinn fagnar að 3.1 milljarði hafi verið veitt til samgöngumála í Suðurkjördæmi með ágóða af sölu Símans. Skapar það svigrúm til aukinna vegaframkvæmda í kjördæminu eins og brú yfir Hvítá, Hornarfjarðarfljót, tvöföldun Reykjanesbrautar og Suðurstrandarvegar.

Fundurinn leggur áherslu á að lokið verði við tvöföldun einbreiðra brúa á þjóðvegi 1 í Suðurkjördæmi og aukið fjármagn verði sett í tengi- og safnvegi.

Fundurinn skorar á þingmenn og flokksforystuna að koma inná samgönguáætlun sem fyrst frekari endurbótum á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss með fjögurra akreina upplýstum vegi og verði því verki lokið eigi síðar en 2012.

Fundurinn tekur undir niðurstöður Landsfundar Sjálfstæðisflokksins um samgöngumál um að gætt verði jafnræðis við gjaldtöku og að einstök svæði verði ekki skattlögð umfram önnur.

Sérstaklega verði horft til Vestmannaeyja í þessu sambandi og útbótum á samgöngum milli lands og eyja verð flýtt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024