Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Ályktun aðalfundar ISFS: Áhyggjur af stöðu atvinnumála á Suðurnesjum
Mánudagur 8. mars 2004 kl. 12:46

Ályktun aðalfundar ISFS: Áhyggjur af stöðu atvinnumála á Suðurnesjum

Aðalfundur Iðnsveinafélags Suðurnesja haldinn 4.mars 2004 lýsir yfir áhyggjum af stöðu atvinnumála á Suðurnesjum. Nú um allnokkurt skeið hafa verið blikur á lofti hvað varðar veru Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Verulegar uppsagnir starfsfólks hafa átt sér stað auk samdráttar í verklegum framkvæmdum, samdráttar sem sér ekki fyrir endann á.  Nauðsynlegt er, í ljósi mikillar óvissu í atvinnumálum,  að yfirvöld á suðurnesjum grípi þegar til aðgerða í atvinnumálum þannig að lágmarka megi það áfall sem samdráttur á atvinnusvæðinu óhjákvæmilega skapar. Suðurnesin mega ekki við frekari áföllum í atvinnumálum.
Aðalfundur Iðnsveinafélags Suðurnesja hvetur yfirvöld bæjarmála á Suðurnesjum til að snúa nú bökum saman og setja af stað markvisst starf til eflingar atvinnu á Suðurnesjum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024