Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 27. maí 2008 kl. 14:47

Ályktun

Deildarfundur hjá starfsmönnum Brunavarna Suðurnesja ályktar um heimild slökkviliðsstjóra B.S. til fréttamanna um notkun á Tetra-fjarskiptakerfinu.


Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja (B.S.) harma þá ákvörðun slökkviliðstjóra B.S. að leyfa fréttamönnum aðgang að Tetra-fjarskiptakerfinu. Það var ekki gert með vitund starfsmanna B.S. og er algjörlega einhliða ákvörðun slökkviliðsstjóra. Það var og er skilningur starfsmanna B.S. að Tetra hafi verið sett upp til þess að trúnaðarupplýsingar væru ekki að leka út í þjóðfélagið. Starfsmenn B.S. hafa og munu ávalt halda trúnaði við sína skjólstæðinga eins og lög og reglur um starfsemi þeirra kveða á um.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Fyrir hönd starfsmanna B.S
Eyþór Rúnar Þórarinsson
trúnaðarmaður starfsmanna
Brunavarna Suðurnesja