Alvarlegar athugasemdir við skrif verkefnastjóra hjá Þjóðkirkjunni
Stuðningshópur sr. Sigfúsar gerir alvarlegar athugasemdir við skrif verkefnastjóra samkirkju- og upplýsingamála Þjóðkirkjunnar sem birtist í Víkurfréttum þann 21. apríl 2006.
Verkefnisstjórinn gerir mjög lítið úr öllum þeim fjölda, sem skrifaði undir yfirlýsingu um að séra Sigfús yrði sóknarprestur. Síðan leitar hún logandi ljósi að smá hnökrum sem finna má að undirskriftarlistanum, en segir síðan orðrétt: ,,Enginn dregur í efa þann mikla hlýhug og stuðning sem séra Sigfús Baldvin Ingvason nýtur í Keflavík”.
Það er fundið að því að fáeinir sem skrifuðu undir listann hefðu haft heimilisfang í annarri kirkjusókn. En margir þeirra hafa einmitt notið starfa séra Sigfúsar auk þess sem hópurinn tekur ekki að sér að ritskoða listann ef frá er talið að hvert nafn á listanum er aðeins talið einu sinni.
Við viljum benda Biskupsstofu á eftirfarandi atriði varðandi undirskriftarlista:
- Óheimilt er að safna kennitölum á netinu.
- Undirskriftasöfnunin stóð einungis yfir í 4 sólarhringa á netinu (og á sama tíma var hætt að skrá nöfnin á blöð sem lágu frammi á bensínstöðum).
- Stuðningshópurinn keypti engar auglýsingar til að auglýsa undirskriftalistann.
- Enginn var þvingaður til að skrá nafn sitt á listann heldur gerði hver og einn upp hug sinn.
- Listanum var skilað í stafrófsröð og þá höfðu verið fjarlægð öll nöfn sem voru tvítekin.
Á fjórum sólarhringum söfnuðust um 4431 undirskrift til stuðnings séra Sigfúsi eða rúmlega 75% sóknarbarna. Þrátt fyrir að mikill meirihluti sóknarbarna séu einhuga um hvern þau vilja velja, var það ekki nægilegur fjöldi til að hafa áhrif á niðurstöðuna.
Þá er viðkomandi tíðrætt um að viðhöfð hafi verið lýðræðisleg vinnubrögð. Við teljum, hins vegar að lýðræðið hafi verið fótum troðið. Sjónarmið grasrótarinnar kom ekki fram í niðurstöðu valnefndar og við getum ekki útilokað að fyrirfram ákveðnar skoðanir hafi ráðið úrslitum.
Við ítrekum að sóknarbörn hafa komið á framfæri skýrum skilaboðum um mikla almenna óánægju sóknarbarna í Keflavíkursókn. Ráðherra, biskup og valnefnd hafa hins vegar kosið að líta framhjá þeirri staðreynd.
Við hvetjum öll sóknarbörn til virkrar þátttöku í safnaðarstarfi og að staðið verði við þau fyrirheit sem okkur var gefin um að reynt yrði að finna ásættanlega niðurstöðu fyrir séra Sigfús.
Stuðningshópur sr. Sigfúsar B. Ingvasonar
Verkefnisstjórinn gerir mjög lítið úr öllum þeim fjölda, sem skrifaði undir yfirlýsingu um að séra Sigfús yrði sóknarprestur. Síðan leitar hún logandi ljósi að smá hnökrum sem finna má að undirskriftarlistanum, en segir síðan orðrétt: ,,Enginn dregur í efa þann mikla hlýhug og stuðning sem séra Sigfús Baldvin Ingvason nýtur í Keflavík”.
Það er fundið að því að fáeinir sem skrifuðu undir listann hefðu haft heimilisfang í annarri kirkjusókn. En margir þeirra hafa einmitt notið starfa séra Sigfúsar auk þess sem hópurinn tekur ekki að sér að ritskoða listann ef frá er talið að hvert nafn á listanum er aðeins talið einu sinni.
Við viljum benda Biskupsstofu á eftirfarandi atriði varðandi undirskriftarlista:
- Óheimilt er að safna kennitölum á netinu.
- Undirskriftasöfnunin stóð einungis yfir í 4 sólarhringa á netinu (og á sama tíma var hætt að skrá nöfnin á blöð sem lágu frammi á bensínstöðum).
- Stuðningshópurinn keypti engar auglýsingar til að auglýsa undirskriftalistann.
- Enginn var þvingaður til að skrá nafn sitt á listann heldur gerði hver og einn upp hug sinn.
- Listanum var skilað í stafrófsröð og þá höfðu verið fjarlægð öll nöfn sem voru tvítekin.
Á fjórum sólarhringum söfnuðust um 4431 undirskrift til stuðnings séra Sigfúsi eða rúmlega 75% sóknarbarna. Þrátt fyrir að mikill meirihluti sóknarbarna séu einhuga um hvern þau vilja velja, var það ekki nægilegur fjöldi til að hafa áhrif á niðurstöðuna.
Þá er viðkomandi tíðrætt um að viðhöfð hafi verið lýðræðisleg vinnubrögð. Við teljum, hins vegar að lýðræðið hafi verið fótum troðið. Sjónarmið grasrótarinnar kom ekki fram í niðurstöðu valnefndar og við getum ekki útilokað að fyrirfram ákveðnar skoðanir hafi ráðið úrslitum.
Við ítrekum að sóknarbörn hafa komið á framfæri skýrum skilaboðum um mikla almenna óánægju sóknarbarna í Keflavíkursókn. Ráðherra, biskup og valnefnd hafa hins vegar kosið að líta framhjá þeirri staðreynd.
Við hvetjum öll sóknarbörn til virkrar þátttöku í safnaðarstarfi og að staðið verði við þau fyrirheit sem okkur var gefin um að reynt yrði að finna ásættanlega niðurstöðu fyrir séra Sigfús.
Stuðningshópur sr. Sigfúsar B. Ingvasonar