Alþjóðlegi jarðvegsverndardagurinn
Nýlega var lagður kantsteinn upp með efri hluta Aðalgötunnar. Þar eru velgrónar manir en vantaði nokkuð á að grasið næði að nýsteyptum vegkantinum, þurfti því að fylla þar upp með mold og tyrfa yfir. Við þá vinnu var nokkuð um þökuafskurð og einnig voru þar grænir pokar með nýslegnu grasi.Oft má heyra og lesa um hversu mikil þörf sé að vernda og hjálpa gróðri á Suðurnesjum. Mér er hugsað til þess hvað orðið hafi af þessum efnum á degi sem Sameinuðu þjóðirnar hvetja til að berjast gegn eyðingu jarðvegs. Margar sagnir eru af því hvernig gróður hefur náð sér í illa förnu landi við það að grasi var sáldrað yfir hann. Það sem gerist er að þegar jarðvegurinn frýs er hann á hreyfingu og getur lyft rótum gróðursins upp úr moldinni, þá þorna ræturnar og eru lífdagar þessara veðurbörðu plantna allir. Grasið styður við gróðurinn og hjálpar honum að haldast niðri í moldinni.
Lífsmöguleikar gróðurs batnar stórum við lífrænan áburð, ræturnar þéttast og halda betur raka þá binda þær jarðveginn og búsvæði fjölda lífvera batnar. Hér að ofan var talað um nokkra poka af nýslegnu grasi sem er örlítið brot af öllum því sem til fellur yfir sumarið hjá Reykjanesbæ og einnig af lóðum bæjarbúa. Einnig má benda á mikið magn af „áburði” frá hestum á svæðinu.
Með vísan til hvatningar þeirrar sem að ofan greinir vil ég spyrja bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hver sé framtíðarsýn varðandi þau efni sem hér um ræðir.
Sturlaugur Björnsson
Lífsmöguleikar gróðurs batnar stórum við lífrænan áburð, ræturnar þéttast og halda betur raka þá binda þær jarðveginn og búsvæði fjölda lífvera batnar. Hér að ofan var talað um nokkra poka af nýslegnu grasi sem er örlítið brot af öllum því sem til fellur yfir sumarið hjá Reykjanesbæ og einnig af lóðum bæjarbúa. Einnig má benda á mikið magn af „áburði” frá hestum á svæðinu.
Með vísan til hvatningar þeirrar sem að ofan greinir vil ég spyrja bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hver sé framtíðarsýn varðandi þau efni sem hér um ræðir.
Sturlaugur Björnsson