Opus Futura
Opus Futura

Aðsent

Alþjóðleg ráðstefna OA samtakanna í Keflavík
Þriðjudagur 19. október 2010 kl. 08:23

Alþjóðleg ráðstefna OA samtakanna í Keflavík

Alþjóðleg ráðstefna OA samtakanna, Overeaters anonymous, verður haldin í Myllubakkaskóla dagana 22. - 24. október næstkomandi.

Matarfíkn getur verið stórt vandamál í lífi fólks. OA samtökin hafa lausn við þessu vandamáli sem byggir á 12 spora kerfi AA samtakanna. OA félagar eru karlar og konur á öllum aldri um allan heim sem eiga sér þá ósk að halda sér frá matarfíkn og vilja bera boðskap samtakanna um bata áfram til þeirra sem enn þjást.

Ráðstefnan á erindi til allra sem telja sig eiga í vandræðum með mat.