Alþjóðleg neytendakönnum um skokkskó og félagslega ábyrgð
Fyrir skömmu voru birtar niðurstöður ICRT (Alþjóðlegt samstarf neytenda-samtaka um gæðakannanir) um skokkskó í Neytendablaðinu og á heimasíðu neytendasamtakanna íslensku(www.ns.is). Ítarlegt mat var gert á eftirfarandi eftirfarandi hátt: 35%: Líkamshreyfingar og vöðvabeiting (biomechanics) voru prófuð eftir að gengnir höfðu verið á hverju pari 150 km. 18 karlar og 19 konur gerðu síðan æfingar og voru skynjarar í skónum sem mældu m.a. höggdeyfingu, þungadreifingu og stuðning. 20%: Bæklunarfræðileg atriði (orthopedics): rannsökuðu sérfræðilæknir í fótameinum, skótæknifræðingur og sérfræðingur í líkamshreyfingum. Þeir skoðuðu alla skóna fyrir og eftir 150 km göngu á þeim. Notkun: Hana kannaði hópur 31 hlaupara sem hljóp 10 km á mismunandi svæðum, jarðvegi og brautum. Hlaupararnir svöruðu síðan fjölda spurninga um skóna.
Eðliseiginleikar efna í skónum voru mældir vélrænt í þrýstings-, átaks- og stuðningsprófunum og tveir skósérfræðingar mátu endingu þeirra miðað við 150 km notkun.
Efstu fjórar tegundirnar (Af um 40 tegundum) reyndust vera:
Nr. 1 Nike Air Pegasus úr Bowerman hlaupalínu Nike.
Nr. 2-3 Nike Air Skylon (Einnig úr Bowerman hlaupalínunni) og Asics Gel Kayano.
Nr. 4. Reebok Premier Stability DMX.
Ekki síður mikilvægara er að einnig var könnuð “félagsleg ábyrgð framleiðenda.”
Hér á eftir er orðrétt haft eftir af heimasíðu neytendasamtakanna:
“Eru þá metnar vinnuaðstæður og kjör verkafólks, hvort börn starfa að framleiðslunni, hvernig umhverfismálum, hráefnanotkun og mengun er háttað osfrv.
Umhverfismál: Fyrirtækin Adidas-Salomon, Nike og New Balance eru lengst komin varðandi framleiðsluferlið, efnainnihald í skónum og förgunar- og mengunarmál. Félagslegar hliðar, réttindi verkafólks: Adidas er í heildina fremst í flokki en Nike með ströngustu reglurnar varðandi æskufólk, ekki má láta unglinga yngri en 16 ára vinna við fatagerð fyrir Nike og ekki innan við 18 ára að skógerð. Nike miðar að lágmarki við bandaríska staðla um loftræstingu í skóverksmiðjum.
Heild: Adidas og Nike standa sig best á flestum sviðum en varðandi upplýsingagjöf og félagslega sýn eru New Balance og Reebok í sama gæðaflokki. New Balance er líka jafnfætis Adidas og Nike í umhverfismálum. Lökustu einkunnirnar: Fyrirtæki sem svöruðu, illa, seint eða aldrei reyndust mun styttra á veg komin varðandi félagslega ábyrgð. Í þeirra hópi varðandi mörg atriðin eru Décathlon, Asics, Brooks, Diadora, Fila, Karhu, Kelme, Mizuno, Reebok og Saucony.”
Nánari upplýsingar um könnunina er hægt að nálgast á www.ns.is
Eðliseiginleikar efna í skónum voru mældir vélrænt í þrýstings-, átaks- og stuðningsprófunum og tveir skósérfræðingar mátu endingu þeirra miðað við 150 km notkun.
Efstu fjórar tegundirnar (Af um 40 tegundum) reyndust vera:
Nr. 1 Nike Air Pegasus úr Bowerman hlaupalínu Nike.
Nr. 2-3 Nike Air Skylon (Einnig úr Bowerman hlaupalínunni) og Asics Gel Kayano.
Nr. 4. Reebok Premier Stability DMX.
Ekki síður mikilvægara er að einnig var könnuð “félagsleg ábyrgð framleiðenda.”
Hér á eftir er orðrétt haft eftir af heimasíðu neytendasamtakanna:
“Eru þá metnar vinnuaðstæður og kjör verkafólks, hvort börn starfa að framleiðslunni, hvernig umhverfismálum, hráefnanotkun og mengun er háttað osfrv.
Umhverfismál: Fyrirtækin Adidas-Salomon, Nike og New Balance eru lengst komin varðandi framleiðsluferlið, efnainnihald í skónum og förgunar- og mengunarmál. Félagslegar hliðar, réttindi verkafólks: Adidas er í heildina fremst í flokki en Nike með ströngustu reglurnar varðandi æskufólk, ekki má láta unglinga yngri en 16 ára vinna við fatagerð fyrir Nike og ekki innan við 18 ára að skógerð. Nike miðar að lágmarki við bandaríska staðla um loftræstingu í skóverksmiðjum.
Heild: Adidas og Nike standa sig best á flestum sviðum en varðandi upplýsingagjöf og félagslega sýn eru New Balance og Reebok í sama gæðaflokki. New Balance er líka jafnfætis Adidas og Nike í umhverfismálum. Lökustu einkunnirnar: Fyrirtæki sem svöruðu, illa, seint eða aldrei reyndust mun styttra á veg komin varðandi félagslega ábyrgð. Í þeirra hópi varðandi mörg atriðin eru Décathlon, Asics, Brooks, Diadora, Fila, Karhu, Kelme, Mizuno, Reebok og Saucony.”
Nánari upplýsingar um könnunina er hægt að nálgast á www.ns.is