Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Allt í einum graut
  • Allt í einum graut
Föstudagur 30. maí 2014 kl. 07:00

Allt í einum graut

Halldór Ármannsson skrifar.

Kosningar til pólitískra áhrifa taka á sig margar myndir hvort sem er í alþingiskosningum eða sveitastjórnarkosningum, hér á landi sem erlendis. Víða um heim hafa verið sett lög sem vernda stjórnsýslu fyrir pólitískum áhrifum. Ástæðan er sú að það getur verið freisting til þess að hafa óæskileg áhrif á starfsmenn og millistjórnendur sem dregur úr trúverðugleika

Þurfa að vera vandir að virðingu sinni
Starfsmenn, sem undirmenn, eru settir í óþægilega stöðu þegar stjórnmálin fara fram á þátttöku umfram það sem tilheyrir vinnuréttarsambandi aðila. En því miður hefur nokkuð borið á slíkum vinnubrögðum sl. ár í okkar ágæta bæjarfélagi.

Stjórnendum bæjarfélagsins þurfa því að vera kunnar almennar siðareglur, þeir þurfa að vera vandir að virðingu sinni og hún þarf að vera í hávegum höfð. Þetta er vandasamt því hver og einn hefur rétt á sínum persónulegu viðhorfum. Eðli stjórnmála er oft því miður þannig háttað að skammtíma hagsmunagæsla ræður stundum för. Bæjarfélag er hins vegar samfélag sem er mun stærra í eðli sínu. Það samanstendur af öllum sem þar búa og öllu sem þar gerist. Þess vegna verður að aðgreina þessa þætti eins og mögulegt er. Stjórnsýslan er eitt og stjórnmálin

Sérhagsmunagæsla slæm fyrir alla
Traust var lykilorð eftir hrun og þjóðin þráði að hægt væri að endurvekja þetta mikilvæga gildi. Traust er ekki byggt upp með sérhagsmunagæslu. Allir þeir sem hafa áhrif á ímynd samfélagsins bera ábyrgð á því hvernig við sem samfélag sjáum okkur og hvaða augum aðrir líta okkur. Það gildir jafnt um stjórnsýslu og stjórnmál. Það er mín skoðun að ef við ætlum að ná að byggja upp þetta traust og styrkja stjórnsýslu og ásýnd samfélagsins okkar hér í Reykjanesbæ, þá verðum við að gera breytingar á því kerfi og á þeim siðum sem hér hafa tíðkast. Við hjá Framsókn viljum auglýsa og ráða faglega í starf bæjarstjóra og við viljum líka tryggja að starfsmenn bæjarfélagsins séu ekki notaðir í pólitískum tilgangi heldur einungis til að sinna sínum faglegu störfum. Opinberir fundir með bæjarstarfsmönnum og pólitískum bæjarstjóra og alls kyns útgáfa á vegum bæjarins (meirihlutans) korteri fyrir kosningar, á heldur ekki að líðast. Um þetta þarf að setja verklagsreglur.

Reykjanesbær er frábært bæjarfélag og mikilvægt er að við hjálpumst að öll sem eitt við að bæta ásýnd þess. Tryggjum að stjórnmál og stjórnsýsla renni ekki saman í eitt.

Halldór Ármannsson
skipar 2. sæti Framsóknar í Reykjanesbæ

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024