Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 29. október 2001 kl. 10:32

Allir vildu Lilju kveðið hafa

Eins og Grindvíkingum er vel kunnugt hefur Guli miðinn borist í öll hús bæjarins á þessu kjörtímabili með upplýsingum um málefni hans. Upplýsingarnar eru að miklu leyti unnar upp úr fundargerðum bæjarstjórnar og gefur því góða mynd af því sem er að gerast hverju sinni. Að gefnu tilefni tel ég þó rétt að rifja upp ýmislegt frá þessu kjörtímabili sem er að líða.
Í byrjun kjörtímabils var sambýli ekki talið nauðsynlegt, einsetning skólans allt of dýr, nýr leikskóli ýmist óþarfur eða allt of stór, aukið lóðaframboð óþarft og svona mætti lengi telja. Þetta breyttist allt saman þegar myndaður var nýr meirihluti sem Samfylkingarfélag Grindavíkurlistans var aðili að. Þrátt fyrir aðeins rúmlega tveggja ára valdatíma tókst þó að gjörbreyta þjónustu við bæjarbúa sem er undirstaða þess að Grindvíkingum fór aftur að fjölga en eins og allir vita hafði okkur fækkað mörg undanfarin ár þar á undan. Um sumar framkvæmdir hefur verið meiri einhugur eins og t.d. við höfnina, lækna- og löggæslumál. Þar hafa margir lagst á árina og ber að þakka það.
Það sem vekur athygli mína er sá orðrómur um að Sjálfstæðismenn ætli að losa sig við báða núverandi bæjarfulltrúa sína. Hvernig ætli standi á því?

Ritað á 4 ári kjörtímabils
Hörður Guðbrandsson, oddviti Samfylkingarfélags Grindvíkurlistans
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024