Allir sigra !
Kjörorð Reykjavíkurmaraþons Glitnis 2007 er Allir sigra ! Með þessu er verið að vísa til þess að allur almenningur á sem fyrr erindi í hlaupið og getur fundið sér vegalengd og hraða við hæfi. Ekki nóg með það, heldur bryddar Glitnir nú upp á þeirri nýjung að heita á viðskiptavini bankans ef hann tekur þátt. Viðskiptavinir bankans ákveða sjálfir vegalengdina og velja hvaða góðgerðarsamtök njóta góðs af þátttökunni en Glitnir greiðir 500 krónur fyrir hvern kílómetra sem þeir hlaupa.
Mjög einfalt er að skrá sig, þú ferð inn á www.glitnir.is og klárar málið.
Í fyrra ákvað Glitnir í fyrsta sinn að skora á starfsmenn sína og það gera þeir einnig nú og það myndarlega, en bankinn heitir 3.000 kr. á hvern kílómetra sem starfsmaður hleypur. Sá starfsmaður sem hleypur t.a.m. hálft maraþon, fær 63 þús. í áheit frá bankanum. Til að gera þetta síðan enn skemmilegra og árangursríkara geta vinir og velunnarar heitið á sitt fólk með því að fara inn á vefinn og hvatt þá til dáða með áheitum og því safnast enn meira fé til góðra mála.
Undirrituð hefur í gegnum árin haft gaman að því að hlaupa um götur bæjarins og hef tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoni að mestu undanfarin 15 ár. Alltaf hef ég þó látið 10 kílómetrana duga. Á síðasta ári hét ég þó á sjálfan mig að taka hálft maraþon bæði til að safna meiru til góðs málefnis og til að skora á sjálfan mig. Ég ætla að endurtaka leikinn í ár og hlaupa fyrir Þroskahjálp á Suðurnesum og styrkja það góða starf sem þar fer fram.
Starfsmenn Glitnis í Reykjanesbæ ætla að hlaupa til góðs laugardaginn 18. ágúst og viljum við hvetja alla Suðurnesjabúa að taka þátt og hlaupa með okkur. Allir sigra !
Una Steinsdóttir
Útibússtjóri Glitnis Reykjanesbæ
Mjög einfalt er að skrá sig, þú ferð inn á www.glitnir.is og klárar málið.
Í fyrra ákvað Glitnir í fyrsta sinn að skora á starfsmenn sína og það gera þeir einnig nú og það myndarlega, en bankinn heitir 3.000 kr. á hvern kílómetra sem starfsmaður hleypur. Sá starfsmaður sem hleypur t.a.m. hálft maraþon, fær 63 þús. í áheit frá bankanum. Til að gera þetta síðan enn skemmilegra og árangursríkara geta vinir og velunnarar heitið á sitt fólk með því að fara inn á vefinn og hvatt þá til dáða með áheitum og því safnast enn meira fé til góðra mála.
Undirrituð hefur í gegnum árin haft gaman að því að hlaupa um götur bæjarins og hef tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoni að mestu undanfarin 15 ár. Alltaf hef ég þó látið 10 kílómetrana duga. Á síðasta ári hét ég þó á sjálfan mig að taka hálft maraþon bæði til að safna meiru til góðs málefnis og til að skora á sjálfan mig. Ég ætla að endurtaka leikinn í ár og hlaupa fyrir Þroskahjálp á Suðurnesum og styrkja það góða starf sem þar fer fram.
Starfsmenn Glitnis í Reykjanesbæ ætla að hlaupa til góðs laugardaginn 18. ágúst og viljum við hvetja alla Suðurnesjabúa að taka þátt og hlaupa með okkur. Allir sigra !
Una Steinsdóttir
Útibússtjóri Glitnis Reykjanesbæ