Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 18. nóvember 2002 kl. 14:04

Allir fengu að tala

Ég harma það að Helga Valdimarsdóttir hafi ekki komist að á borgarafundinum sem haldinn var í gærkveldi til að skýra sín sjónarmið. Fundurinn dróst því miður á langinn þar sem margir vildu tjá sig um málið og voru þær tímatakmarkanir sem ég setti fyrir hvern fyrirspyrjanda mjög sjaldan virtar. Ég fullyrði hins vegar að allir þeir sem báðu um orðið hafi fengið orðið þó svo að sumir hafi þurft að bíða lengi eftir því að komast að. Því miður er það þannig að þeir sem sátu nálægt ræðupúltinu eða höfðu sig mikið í frammi fengu fyrstir orðið.Einn fundarmanna skýrði frá því að Helga hefði yfirgefið fundinn þar sem hún hefði ekki komist að. Þá var ekki búið að loka mælendaskrá. Því harma ég það að Helga hafi ekki séð sér fært að bíða eftir því að komast að.

Ég tel að fundurinn hafi heppnast vel og að markmið fundarins hafi náðst, en ekki var að heyra annað á deiluaðilum en að sáttavilji sé fyrir hendi.
Ég óska Helgu alls hins besta í framtíðinni og vona eins og allir Suðurnesjamenn að deilan leysist sem fyrst.

Virðingarfyllst
Eysteinn Jónsson
fundarstjóri á borgarafundi höldnum á Ránni 17.11.2002
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024