Algjörlega endurhannaður Honda CR-V frumsýndur í Reykjanesbæ
Það er mikið að gerast hjá Bernhard um helgina - nýr og glæsilegur Honda CR-V borgarjeppi verður frumsýndur í Reykjanesbæ. Um helgina verður opið frá 12 til 16 báða dagana.
Hannaður fyrir augað og fyrir götuna
Nýi CR-V borgarjeppinn setur ný viðmið – gjörbreyttur bæði að innan og utan. Hann er fágaðri og meiri bíll og fallinn til forystu sem borgarjeppi nútímans.
Heildarhönnunin er með mjúkum línum og nýstárlegum formum sem samsvara sér einstaklega vel. Hönnunin er áhugaverð frá öllum sjónarhornum og í takt við nýja framsækna hönnunarstefnu Honda sem hefur lofað að taka aftur forystu í hönnun spennandi bíla.
Nýja útgáfan er 10 millimetrum styttri, 35 millimetrum breiðari og aðeins lægri en sá fyrri og það eykur á spennandi aksturstilfinninguna. Straumlínulögun bílsins og mýkri línur minnka loftmótstöðuna og vindhljóð sem gerir farþegarýmið hljóðlátara og dregur úr eldsneytisnotkun.
Við hönnun á innanrýminu hugsaði hönnunarteymið stöðugt um ríkulegt rými fyrir tilvonandi eigendur. Sætin eru stærri, aðgengi að útvarpi og miðstöð er þægilegt, fáir takkar og allt tölvustýrt. Handbremsan minnir á eldsneytisinngjöf í flugvél og gírstöngin er í olnbogahæð og nær ökumanninum. Í farangursrýminu er ný, praktísk lausn, skilrúm sem getur tvískipt farangursrýminu með því að setja upp færanlega hillu.
Framúrskarandi öryggi
Hondateymið hefur lagt sig fram við að verja farþega Hondabifreiða. Farþegarnir eru umkringdir loftpúðum, bæði að framan, í hliðum sæta og í gardínu. Höfuðpúðarnir eru einnig þannig hannaðir að ef keyrt er aftan á bílinn þinn hreyfast þeir fram á við og draga úr höggi og höfuðhnykk. Öryggisbúnaður, eins og hraðastillir, hemlalæsivörn (ABS), rafstýrð hemlaátaksdreifing (EBD) til að auka rásfestu við hemlun undir öllum kringumstæðum stöðuleikabúnaður, skrik- og spólvörn (VSA) til að hafa betri stjórn við allar aðstæður í umferðinni, eru staðalbúnaður í Honda CR-V.
Hlaðinn búnaði
Búnaður nýja CR-V borgarjeppans er framar búnaði þeirrra bíla sem hann hefur verið í samkeppni við. Samt sem áður tekst að halda verðinu niðri þannig að það er sambærilegt. Skynvætt fjórhjóladrif, stöðuleikabúnaður fyrir tengivagna (TSA) og 17” álfelgur er staðalbúnaður. Það fáa sem er ekki staðalbúnaður eru aukahlutir sem yfirleitt eru einungis fáanlegir í lúxusbíla. Þar á meðal er árekstrarvari CMBS (collision mitigation braking system) sem er hannaður til að stytta viðbragðstíma ökumanns með því að nota radarsendi sem skynjar þegar árekstur er óhjákvæmilegur og bregst við. Glerþak sem eykur birtuna inni í bílnum og baksýnismyndavél sem eru augu þín í hnakkanum er bara hluti af aukabúnaði sem fáanlegur er.
Niðurstaðan er að hér er á ferðinni frábær bíll og einstaklega skemmtilegur borgarjeppi sem hentar vel nútíma fjölskyldu. Hann er hljóðlátur og flottur, snöggur upp þegar þú setur fótinn niður og haggast ekki þótt þú takir skyndibeygju. CR-V er traustur bíll sem á eftir að bera fjölskylduna og kílómetrafjöldann vel.
Honda CR-V fæst í fjórum útgáfum: Comfort, Elegance, Panorama og Executive allar með val um 2,0i bensínvél eða 2,2i díselvél. Comfort einfaldasta útgáfa CR-V kemur ekki á markað fyrr en í sumar en nú fæst Elegance beinskiptur og hlaðinn búnaði á 3.370.000 kr.
Hannaður fyrir augað og fyrir götuna
Nýi CR-V borgarjeppinn setur ný viðmið – gjörbreyttur bæði að innan og utan. Hann er fágaðri og meiri bíll og fallinn til forystu sem borgarjeppi nútímans.
Heildarhönnunin er með mjúkum línum og nýstárlegum formum sem samsvara sér einstaklega vel. Hönnunin er áhugaverð frá öllum sjónarhornum og í takt við nýja framsækna hönnunarstefnu Honda sem hefur lofað að taka aftur forystu í hönnun spennandi bíla.
Nýja útgáfan er 10 millimetrum styttri, 35 millimetrum breiðari og aðeins lægri en sá fyrri og það eykur á spennandi aksturstilfinninguna. Straumlínulögun bílsins og mýkri línur minnka loftmótstöðuna og vindhljóð sem gerir farþegarýmið hljóðlátara og dregur úr eldsneytisnotkun.
Við hönnun á innanrýminu hugsaði hönnunarteymið stöðugt um ríkulegt rými fyrir tilvonandi eigendur. Sætin eru stærri, aðgengi að útvarpi og miðstöð er þægilegt, fáir takkar og allt tölvustýrt. Handbremsan minnir á eldsneytisinngjöf í flugvél og gírstöngin er í olnbogahæð og nær ökumanninum. Í farangursrýminu er ný, praktísk lausn, skilrúm sem getur tvískipt farangursrýminu með því að setja upp færanlega hillu.
Framúrskarandi öryggi
Hondateymið hefur lagt sig fram við að verja farþega Hondabifreiða. Farþegarnir eru umkringdir loftpúðum, bæði að framan, í hliðum sæta og í gardínu. Höfuðpúðarnir eru einnig þannig hannaðir að ef keyrt er aftan á bílinn þinn hreyfast þeir fram á við og draga úr höggi og höfuðhnykk. Öryggisbúnaður, eins og hraðastillir, hemlalæsivörn (ABS), rafstýrð hemlaátaksdreifing (EBD) til að auka rásfestu við hemlun undir öllum kringumstæðum stöðuleikabúnaður, skrik- og spólvörn (VSA) til að hafa betri stjórn við allar aðstæður í umferðinni, eru staðalbúnaður í Honda CR-V.
Hlaðinn búnaði
Búnaður nýja CR-V borgarjeppans er framar búnaði þeirrra bíla sem hann hefur verið í samkeppni við. Samt sem áður tekst að halda verðinu niðri þannig að það er sambærilegt. Skynvætt fjórhjóladrif, stöðuleikabúnaður fyrir tengivagna (TSA) og 17” álfelgur er staðalbúnaður. Það fáa sem er ekki staðalbúnaður eru aukahlutir sem yfirleitt eru einungis fáanlegir í lúxusbíla. Þar á meðal er árekstrarvari CMBS (collision mitigation braking system) sem er hannaður til að stytta viðbragðstíma ökumanns með því að nota radarsendi sem skynjar þegar árekstur er óhjákvæmilegur og bregst við. Glerþak sem eykur birtuna inni í bílnum og baksýnismyndavél sem eru augu þín í hnakkanum er bara hluti af aukabúnaði sem fáanlegur er.
Niðurstaðan er að hér er á ferðinni frábær bíll og einstaklega skemmtilegur borgarjeppi sem hentar vel nútíma fjölskyldu. Hann er hljóðlátur og flottur, snöggur upp þegar þú setur fótinn niður og haggast ekki þótt þú takir skyndibeygju. CR-V er traustur bíll sem á eftir að bera fjölskylduna og kílómetrafjöldann vel.
Honda CR-V fæst í fjórum útgáfum: Comfort, Elegance, Panorama og Executive allar með val um 2,0i bensínvél eða 2,2i díselvél. Comfort einfaldasta útgáfa CR-V kemur ekki á markað fyrr en í sumar en nú fæst Elegance beinskiptur og hlaðinn búnaði á 3.370.000 kr.