Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Alfanámskeið í Keflavíkurkirkju í vetur
Mánudagur 11. janúar 2010 kl. 01:23

Alfanámskeið í Keflavíkurkirkju í vetur

Hvernig get ég verið viss í minni trú? Er kristindómurinn leiðinlegur, ósannur og okkur óviðkomandi? Hvers vegna og hvernig bið ég? Þetta eru aðeins nokkrar af mörgum mjög áleitnum spurningum sem leitast er við að svara á Alfa . Alfa er lifandi og skemmtilegt 10 vikna námskeið um kristna trú. Námskeiðið hefur notið gríðarlegra vinsælda og náð útbreiðslu um heim allan. Alfa er haldið í flestum kristnum kirkjudeildum í yfir 130 þjóðlöndum. Vilt þú slást í hóp um 5 milljóna manna sem komist hafa í kynni við kristna trú í gegnum námskeiðið?


Að venju skapast hlýtt og kærleiksríkt andrúmsloft á Alfa. Hin afslappaða umgjörð námskeiðsins gefur fólki tækifæri til að spyrja allra þeirra spurninga sem því dettur í hug. Allar spurningar eiga rétt á sér, engin er of einföld eða of flókin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Alfanámskeiðin fara fram á fimmtudagskvöldum í vetur. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér kristna trú á opinn og formdómalausan hátt ættu að sækja þessi námskeið. Fyrsta námskeiðið verður fimmtudagskvöldið 14. janúar kl. 19:00. Dagskrá hvers kvölds er fjölbreytt. Hún hefst með borðhaldi, þá er efni kvöldsins kynnt og í framhaldi af því eru umræður. Öllum er frjálst að viðra skoðanir sínar og fólk tekur algerlega þátt á eigin forsendum!


Hér má lesa ummæli þriggja þátttakenda í námskeiðinu sem haldið var í haust:


„Þátttaka á Alfa var einstök upplifun og tækifæri til að sitja góða fyrirlestra og eiga fordómalausar umræður um kristna trú og tengsli hennar við daglegt líf. Við viljum þakka fyrir hversu vel var tekið á móti okkur í Keflavíkurkirkju og þær góðu samverustundir sem við áttum á Alfakvöldunum. Við hvetjum alla sem vilja vera með í kærleiksríkri, fræðandi og uppbyggjandi umræðu um kristna trú, bænina og daglegt líf að koma á Alfa námskeið.“

- Ólöf K. Sveinsdóttir og Kristinn Þór Jakobsson


„Nú í haust 2009 hófst fyrsta Alfanámskeiðið í umsjá sr. Skúla Ólafssonar, eftir nokkura ára hlé á þeim námskeiðum í Keflavíkurkirkju. Þessi kvöld voru virkilega gefandi og nærandi fyrir sálina. Góð samvera, skemmtilegar umræður og mjög lærdómsríkt. Ég hvet fólk eindregið til að kynna sér þessi námskeið og mæta til leiks. Kærleikskveðja.“

- Guðrún í Yogahúsinu


Allar nánari upplýsingar má finna á www.keflavikurkirkja.is og www.alfa.is einnig má hafa samband við sr. Skúla S. Ólafsson í s. 8466714 eða á [email protected]


Af hverju skellið þið ykkur ekki á Alfanámskeið?