Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 24. september 2002 kl. 00:17

Alfa-námskeið í Garðinum

Miðvikudaginn 2. október kl. 19 verður Alfa-námskeið haldið í safnaðarheimilinu Sæborgu í Garði og hefst það með sérstöku kynningarkvöldi. Námskeiðið verður síðan á miðvikudagskvöldum og stendur í 10 vikur.Alfa eru skemmtileg og lifandi námskeið um kristna trú. Námskeiðin byggjast upp á sameiginlegri máltíð, fyrirlestri, umræðum og stuttri samveru. Þau henta vel fyrir þá sem vilja kynna sér kristindóminn og heilaga ritningu á einfaldan og auðskiljanlegan hátt. Alfa er fyrsti stafurinn í gríska stafrófinu og er námskeiðið um undirstöðuatriði kristinnar trúar. Reynt er að hafa námskeiðið í notarlegu og afslöppuðu umhverfi og er kennslan sett fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Alfa námskeið eru nú haldin í flestum kristnum kirkjudeildum í yfir 130 löndum um allan heim. Alfa hefur vakið gífurlega athygli kirkjuleiðtoga, þjóðarleiðtoga og fjölmiðla enda hafa um 4 milljónir sótt námskeiðið.
Alfa námskeið hafa verið haldin á Íslandi í nokkur ár og hefur þátttaka aukist á hverju ári.
Nú gefst þér kostur á að taka þátt í slíku námskeiði. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Maríu Hauksdóttur s. 421 5181, gsm 864 5436, Kristjönu Kjartansdóttur s. 422 7278 eða sóknarpresti Birni S. Björnssyni s. 422 7025.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024