Ákvörðun um sameiginlegt framboð kynnt á morgun
Sameiginlegt framboð Framsóknarflokks og Samfylkingar í Reykjanesbæ var rætt á félagsfundum flokkanna í kvöld. Þar réðu menn ráðum sínum og verður ákvörðun kynnt á blaðamannafundi eftir hádegi á morgun.
Viðræður flokkanna hafa staðið undanfarnar vikur og herma heimildir Víkurfrétta að allgóðar líkur séu á því að samkomulag takist.
Í viðtali við Víkurfréttir fyrir nokkru sögðu fulltrúar flokanna að lítill málefnaágreiningur væri á milli fylkinga, en valdið liggur hjá félagsmönnum og konum.
VF-mynd/Þorgils: frá fundi Framsóknarmanna í kvöld
Viðræður flokkanna hafa staðið undanfarnar vikur og herma heimildir Víkurfrétta að allgóðar líkur séu á því að samkomulag takist.
Í viðtali við Víkurfréttir fyrir nokkru sögðu fulltrúar flokanna að lítill málefnaágreiningur væri á milli fylkinga, en valdið liggur hjá félagsmönnum og konum.
VF-mynd/Þorgils: frá fundi Framsóknarmanna í kvöld