Ákvörðun um DD framboð tekin um helgina
Kristján Pálsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins sem náði ekki inn á framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar segist finna fyrir miklum stuðningi fólks varðandi hugsanlegt DD framboð. Kristján segist búast við að hann, ásamt stuðningsmönnum sínum muni taka ákvörðun um DD framboð á næstu dögum: „Ég ætla mér að nota helgina til að skoða þessi mál. Ef tekin verður ákvörðun um slíkt framboð þarf leyfi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins til slíks, en eins og komið hefur fram eru ekki fordæmi fyrir því að miðstjórnin veiti slíkt leyfi. En ég finn fyrir miklum stuðningi fólks úr kjördæminu við slíkt framboð,“ sagði Kristján í samtali við Víkurfréttir.