Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

AÍFS styrkir Umhyggju
Mánudagur 29. október 2012 kl. 10:29

AÍFS styrkir Umhyggju

Þann 18. júlí sl. hélt Akstursíþróttafélag Suðurnessa torfærukeppni í samstarfi við Bílar&Hjól í Jósepsdal og ákveðið var að veita hluta af ágóða aðgöngumiða og styrkja til góðgerðarmála. Fjöldinn allur af fyrirtækjum kom að þessu verkefni og gaf vinnu sína við þetta og má þar telja handhafa námurnar og einnig Ingileif Jónsson verktaka sem að lánaði gröfur og tæki til verkefnisins, Gámafélagið lánaði salernisaðstöðu  og einnig kom Björgunarsveitin Suðurnes að verkinu líka og fjöldin allur af fyrirtækjum
gaf veglegan afslátt sem að gerði þetta kleift.

Eins og áður sagði varð fyrir valinu Umhyggja félag langveikra barna og nú á dögunum veitt formaður AÍFS Henning Ólafsson forstöðumanni Umhyggju 406 þús kr sem að var hluti ágóða keppninnar og vill AÍFS þakka öllum þeim sem að sóttu keppnina og gáfu fram sitt framlag til þessa verkefnis og vonumst við til að geta gert þetta aftur næsta sumar.

Einnig þökkum við öllum keppendum sem að komu að þessu en þess má geta að Benedikt Sigfússon á Hlunknum sigraði keppnina í sérútbúna flokknum og Jón V Gunnarsson í götubílaflokki.

Stjórn Akstursíþróttafélag Suðurnesja
www.aifs.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024