Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Áhyggjur af andstöðu Vinstri grænna við álver í Helguvík
Fimmtudagur 26. mars 2009 kl. 19:11

Áhyggjur af andstöðu Vinstri grænna við álver í Helguvík


Við hér á Suðurnesjum göngum nú í gegnum erfiða tíma, atvinnuleysi á svæðinu er það langmesta sé litið til landsins alls. Nú ríður á að menn sameinist og stuðli að þeirri atvinnuuppbyggingu sem möguleg er og innan þess sóknarfæris sem sjáanlegt er. Eitt þessara atvinnutækifæra er til að mynda Álver í Helguvík, sem fyrir hrunið var vel á veg kominn og fjármögnun hafði verið tryggð. Nú þurfa menn að standa saman um að koma því verkefni af stað á ný, og skapa þau störf sem innan seilingar eru.

Verkefni þetta hefur verið unnið eftir öllum þeim reglum og lögum sem um slík verkefni gilda, umhverfismat verið gert og tryggð hefur verið orkuöflun til fyrstu áfanga verksmiðjunnar, ásamt því að samkomulag hefur náðst í megindráttum um þær lagnaleiðir sem til þarf. Okkur er því ekkert að vanbúnaði þegar að fjármögnun verkefnisins hefur verið tryggð.

Afstaða Vinstri grænna til verkefnisins hefur okkur okkur íbúum á Suðurnesjum verið lengi ljós, og við höfum virt þau sjónarmið sem frá þeim hafa komið hvað varðar til að mynda umhverfislegan þátt þess, og menn lagt sig í lima við að láta náttúruna njóta vafans á öllum sviðum framkvæmdarinnar.

En á móti kemur að nú þegar komið er að því að endurfjármagna framkvæmdina undir þeim erfiðu kringumstæðum sem nú eru á fjármálamarkaði veldur afstaða Vinstri Grænna til fjárfestingarsamnings þeim er Alþingi hefur haft til umfjöllunar mér miklum áhyggjum. Og hvort sú  neikvæða afstaða annars ríkistjórnarflokksins geti haft  áhrif á þau 1500 störf sem þarna eru við það að skapast. Það má ekki verða.

Sá fjárfestingarsamningur sem þarna er verið að fjalla um er í öllum meginatriðum nákvæmlega samhljóða þeim fjárfestingarsamningum sem gerð hafa við önnur stórfyrirtæki sem hérna hafa reist  verksmiðjur sínar á undanförnum árum. Og það væri í hæsta máta hrópandi óréttlæti ef annað ætti yfir okkur íbúa Suðurnesja að ganga hvað það varðar, og sérstaklega í árferði sem nú er. Við þurfum þessi störf.

Það er má sjá  þessa dagana í störfum Alþingis á sama tíma og Sjálfstæðismenn sem ættu að vera vinna þessu máli brautargengi,  en eru þess í stað að beina athyglinni að persónulegum innanbúðarvandamálum sínum, og Vinstri Grænir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að mál þetta nái fram að ganga, virðast það vera félagarnir Össur Skarphéðinsson og Björgvin Sigurðsson sem halda haus og berjast eins og ljón við að koma þessu mikilvæga máli í gegnum þingið.

Það er greinilegt að Samfylkingin og þingmenn þeirra gera nú allt sem þeir geta til að koma þessu mikilvæga máli okkar Suðurnesjamanna í gegnum þingið, og mikilvægt að þingmenn Vinstri Grænna átti sig á nauðsyn málamiðlana í slíkum málum sem hvort eð er verða ekki stöðvuð, ætli þeir sér frekara samstarf með Samfylkingu eftir kosningar.

Ólafur Thordersen
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024