Aðsent

Áhugasömum boðið í gönguferð um Stapagötuna
Þriðjudagur 6. júní 2017 kl. 09:00

Áhugasömum boðið í gönguferð um Stapagötuna

Ferðamálasamtök Reykjaness ætla að bjóða bæjarbúum og öðrum áhugasömum í gönguferð um Stapagötuna sem liggur á milli Innri-Njarðvíkur og Voga undir leiðsögn Rannveigar Garðarsdóttur, leiðsögukonu.

 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Gönguleiðin er u.þ.b. 8 km löng og er vel greinanleg í landslaginu. Hún er ein af fáum þjóðleiðum sem enn er greinanleg í þéttbýli og auðveldlega hægt að fylgja henni í gegnum Innri-Njarðvík.

 

Áður en Keflavíkurvegurinn var lagður árið 1912 var þessi leið gengin ef fólk átti erindi til höfuðborgarsvæðisins og öfugt og tók það tólf klukkustundir að ganga á milli þessara staða með fáum stoppum á leiðinni. Margar þjóðsögur eru til um Stapagötuna sem segja frá huldufólki, draugum og mannfólki sem lentu í alls kyns ævintýrum á þessari leið.

 

Stapagötunni stafar hætta af Lúpínunni sem gerir heiðina fallega bláa og er gatan horfin á köflum. Ferðamálasamtök Reykjaness vilja taka þátt í að vernda götuna og stika. Á næsta ári munu Ferðamálasamtökin leita eftir samstarfi við Sjálfboðaliðasamtök um Náttúruvernd um hreinsun götunnar af Lúpínu og safna sjálfboðaliðum til að taka þátt í verkefninu.

 

Gönguferðin verður fimmtudaginn 8. júní klukkan 19. Leiðsögumaður er Rannveig L. Garðarsdóttir. Lagt verður af stað frá Vesturbraut 12 með rútu og endað á sama stað.


Enginn kostnaður og gönguferðin við allra hæfi.

Allir velkomnir.