Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Afsökunarbeiðni
Laugardagur 17. janúar 2015 kl. 11:44

Afsökunarbeiðni

Í 21. tölublaði Víkurfrétta sl. vor, nánar tiltekið þann 28. maí 2014, birtist grein eftir Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóra Reykjaneshafnar, undir yfirskriftinni „Fölsk viðvörun“. Þar bar hann upp ásakanir á hendur Styrmi Barkarsyni, íbúa í Reykjanesbæ, sem voru ekki á rökum reistar.

Pétur vændi Styrmi um að hafa af illvilja reynt að spilla fyrir afhendingu Bláfána við smábátahöfnina í Gróf og sagði ranglega að Styrmir hefði hringt inn daginn fyrir afhendingu og tilkynnt um saur í höfninni. Hið rétta er að Styrmir hafði samband við Landvernd, sem sér um afhendingu Bláfánans, viku fyrir afhendingu og lýsti áhyggjum af því að þar sem óhreinsuðu skolpi er dælt í sjóinn skammt frá höfninni væri jafnvel ekki tilefni til þess að veita þá umhverfisviðurkenningu sem Bláfáninn er. Landvernd brást við með réttum hætti og fór fram á frekari mælingar en mat það sem svo að slíkt breytti ekki fyrirætlunum þeirra.
Athugasemdir Styrmis voru réttmætar og bornar upp tímanlega en töfin sem varð á afhendingunni varð vegna þess að ekki höfðu farið fram nauðsynlegar mælingar eins og Styrmir benti réttilega á. Sú handvömm skrifast á Landvernd.

Í grein sinni líkti Pétur athugasemdum Styrmis við sprengjuhótun í flugstöð og sagði Styrmi hafa misnotað umhverfissamtökin í pólitískum tilgangi. Þetta voru tilhæfulausar ásakanir sem skrifaðar voru í hita leiksins.
Það er eðlilegt að íbúi, sem er annt um bæinn sinn, geri athugasemdir við stjórnsýslu þegar honum þykir þörf á og þá ber embættismönnum að bregðast við af fagmennsku. Það var ekki gert í þessu tilfelli og bið ég Styrmi og íbúa Reykjanesbæjar afsökunar á því.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kjartan Már Kjartansson
bæjarstjóri Reykjanesbæjar