Áfram verður röskun á starfsemi heilsugæslunnar á svæðinu
Framkvæmdastjóri og stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hafa undanfarið átt viðræður við fulltrúa heilsugæslulæknanna sem sögu upp störfum við stofnunina þann 1. nóvember s.l. Viðræðurnar hafa reynst árangurslausar og hefur strandað á kröfum læknanna, m.a. um að fá aksturstíma til og frá vinnustað metinn til vinnutímans og kröfu um viðbótar launaflokka. Stjórnendur HSS telja sig ekki hafa lagalegan grundvöll til að semja um sérkjör af þessu tagi við læknana sem sögðu upp störfum sínum 1. nóvember s.l. og hefur þessi skilningur verið staðfestur af heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytinu.Eins og kunnugt er er það kjaranefnd sem ákvarðar heilsugæslulæknum laun. Samkvæmt lögum um kjaradóm og kjaranefnd nr. 120/1992 skal kjaranefnd “ákvarða föst laun fyrir dagvinnu og kveða á um önnur starfskjör. Hún úrskurðar hvaða aukastörf tilheyra aðalstarfi og hver beri að launa sérstaklega. Við ákvarðanir sínar getur nefndin tekið tillit til sérstakrar hæfni er nýtist í starfi og sérstaks álags sem starfinu fylgir...
Kjaranefndin skal og taka tillit til kvaða sem störfunum kunna að fylgja, svo og hlunninda og réttinda sem þeim fylgja, svo sem lífeyrisréttinda og ráðningarkjara.”
Stjórnendur HSS hafa boðið öllum læknunum sem sögðu upp störfum kjör sem eru í fullu samræmi við nýlegan úrskurð kjaranefndar um laun heilsugæslulækna.
Ljóst er að þessi niðurstaða hefur í för með sér að áfram verður tímabundin röskun á starfsemi heilsugæslunnar á svæðinu. Tekið skal fram að heilbrigðisstarfsmenn sem starfandi eru á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja munu áfram reyna að leysa úr vanda þeirra sjúklinga sem leita til HSS.
Stjórnendur Heilbrigðisstofnunarinnar vilja þakka fórnfúst starf allra þeirra sem leggja sig fram um að greiða götu sjúklinga sem leita til HSS og mæta þannig tímabundinni röskun í þjónustu heilsugæslunnar. Sömuleiðis vilja stjórnendur HSS þakka þann skilning og biðlund sem sjúklingar hafa sýnt við erfiðar aðstæður.
Það er von stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að læknar ráði sig aftur til stofnunarinnar og að þjónustan við sjúka komist aftur í það ágæta horf sem hún var í áður en heilsugæslulæknarnir sögðu upp.
Fréttatilkynning frá framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
Kjaranefndin skal og taka tillit til kvaða sem störfunum kunna að fylgja, svo og hlunninda og réttinda sem þeim fylgja, svo sem lífeyrisréttinda og ráðningarkjara.”
Stjórnendur HSS hafa boðið öllum læknunum sem sögðu upp störfum kjör sem eru í fullu samræmi við nýlegan úrskurð kjaranefndar um laun heilsugæslulækna.
Ljóst er að þessi niðurstaða hefur í för með sér að áfram verður tímabundin röskun á starfsemi heilsugæslunnar á svæðinu. Tekið skal fram að heilbrigðisstarfsmenn sem starfandi eru á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja munu áfram reyna að leysa úr vanda þeirra sjúklinga sem leita til HSS.
Stjórnendur Heilbrigðisstofnunarinnar vilja þakka fórnfúst starf allra þeirra sem leggja sig fram um að greiða götu sjúklinga sem leita til HSS og mæta þannig tímabundinni röskun í þjónustu heilsugæslunnar. Sömuleiðis vilja stjórnendur HSS þakka þann skilning og biðlund sem sjúklingar hafa sýnt við erfiðar aðstæður.
Það er von stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að læknar ráði sig aftur til stofnunarinnar og að þjónustan við sjúka komist aftur í það ágæta horf sem hún var í áður en heilsugæslulæknarnir sögðu upp.
Fréttatilkynning frá framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja