Áfram Keflavík!
Jæja kæru Keflvíkingar þá er fótboltasumarið loks að renna upp og má segja að tilhlökkunin sé orðin ansi mikil hjá mönnum fyrir sumrinu. Liðið okkar er töluvert breytt frá síðasta tímabili, nýjir ferskir strákar að koma inn og spennandi að sjá hvernig liðið verður í sumar.
Það verður enginn smá leikur sem við byrjum á í sumar, sjálfir Íslandsmeistarar mæta í heimsókn til okkar á laugardaginn og verður sá leikur sjónavarpsleikur umferðarinnar, þannig að við Keflvíkingar ætlum að sýna landsmönnum það í beinni hvað við höfum að bjóða uppá í sumar, þannig að við munum stútfylla völlinn og vera í hörkustemmningu, eins og á öllum leikjum í sumar.
Pumasveitin góðkunna mun mæta til leiks í sumar, en einhverjar áhyggjuraddir höfðu heyrst um það að við yrðum ekki með í sumar, en við ætlum að taka slaginn í sumar og við væntum þess að þið Keflvíkingar verðið með okkur í stemmningunni og stuðningnum í stúkunni.
Pumasveitin er ekkert lokað batterí eins og kannski einhverjir halda, heldur er þetta bara galopinn stuðningsmannahópur fyrir Keflavíkurliðið, og komum við alveg eldhressir til leiks eftir frábært Íslandsmót í körfunni og erum vel tilbúnir í þetta.
Við ætlum að halda Aðalfund okkar (eins hátíðlega og það hljómar) núna á fimmtudagskvöldið í Keflavíkurhúsinu á Skólaveginum hliðina á Holtaskóla kl 20, og ætlum við þar að fara yfir málin í sumar, búa til ný lög og ákveða formið á þessu öllu saman. Pizza og með því. Nýjir meðlimir hjartanlega velkomnir.
Pumasveitin er hópur af hressum drengjum sem styðja sitt lið alla tíð, og við höfum verið undanfarin ár í forystu fyrir stuðningnum á leikjum fyrir Keflavíkurliðið sem og landsliðið og hlotið gott lof fyrir.
Nú hafa stuðningsmanna-crew annarra liða gefið í og eru að taka vel við sér, þannig að við þurfum bara að halda áfram að bæta í og gera betur, þannig að með meiri fjölda í sveitina náum við skiljanlega til fleira fólks, og því viljum við bara skora á hressa aðila að vera með okkur í sumar og styðja þetta unga og efnilega lið okkar.
Fyrir ykkur áhugasama þá endilega mætið í Keflavíkurhúsið á fimmtudagskvöldið kl 20 og verið með okkur í þessu, þetta er mjög vel séð og ákaflega hressandi.
Til ykkar hinna sem standið ykkar vaktina í stúkunni; gerum þetta að skemmtilegu fóboltasumari, látum jákvæðnina vera í fyrirrúmi og verum dugleg að taka undir með söng og klappi í sumar, og mætum vel merkt í Kef litunum á alla leiki.
Pumasveitin og Keflavík, All in !