Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 16. september 1999 kl. 15:35

AFGREIÐSLA UMSÓKNAR NÝS SKEMMTISTAÐAR UM ÁFENGISLEYFI:

Fagleg umfjöllun og afgreiðsla í bæjarstjórn Vegna skrifa og umræðna undanfarnar vikur, skal það áréttað að öll undirbúningsvinna, það er öflun gagna og umsagna er tengjast umsókn um áfengisveitingar á skemmtistöðum í Reykjanesbæ fer fram hjá Fjölskyldu- & félagsþjónustu Reykjanesbæjar. Rannveig Einarsdóttir yfirfélagsráðgjafi vinnur sérstaklega að þeim málum. Þann 1. júlí 1998 tóku ný áfengislög nr. 75/1998 gildi, en þar segir m.a. „fara skal með nýjar umsóknir um áfengisveitingaleyfi samkvæmt ákvæðum þessara laga.“ Jón M. Harðarson veitingamaður f.h. veitinga- og skemmtistaðar Grófinni 8 a-b-c, er fyrsti aðili með nýjan stað sem kemur til meðhöndlunar og afgreiðslu bæjaryfirvalda samkvæmt nýju lögunum, þar með þarf hann að uppfylla strangari og nákvæmari ákvæði hinna nýju áfengislaga, en jafnframt nýtur hann þess að ýmis eldri ákvæði hafa verið felld út. Miðvikudaginn 8. september 1999, síðdegis, hafði Jón M. Harðarson skilað öllum tilskyldum gögnum og allar umsagnir borist og er nú ekkert því til fyrirstöðu að bæjarstjórn taki erindið til umræðu og afgreiðslu á reglulegum fundi sínum þriðjudaginn 21. september 1999, að fenginni umsögn Fjölskyldu- og félagsmálaráðs. Að lokum skal það ítrekað að umsókn Jóns M. Harðarsonar hefur fengið faglega umfjöllun og afgreiðslu af hálfu embættismanna Reykjanesbæjar, hvorki hefur hann verið dreginn á afgreiðslu eða fengið flýtimeðferð. Ráðgjafar hafa verið, og eru, lögmenn Lögfræðistofu Suðurnesja og lögmenn Dómsmálaráðuneytisins, einnig undirritaður sem á sæti í þriggja manna úrskurðarnefnd um áfengislögin. Við endurnýjun áfengisveitingaleyfa þurfa aðrir veitingamenn að ganga í gegnum sama vinnuferli og Jón hefur þurft. Ný reglugerð um sérákvæði fyrir Reykjanesbæ samkvæmt áfengislögunum verður lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn næstkomandi þriðjudag 21. september 1999, þar er að finna ýmis nýmæli. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024