Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Föstudagur 25. júní 1999 kl. 22:09

ÁFALL FYRIR GRINDAVÍK OG SANDGERÐI

Holtaskóli efstur í meðaltalssætinu Grunnskólarnir á Suðurnesjum komu ekki vel út úr samræmdu prófunum á þessu ári. Af hinum níutíu grunnskólum landsins kom Holtaskóli(4,92) best út Suðurnesjaskólanna og lenti í 45. sæti, Njarðvíkurskóli (4,83) í 51. sæti, Stóru-Vogaskóli (4,66) í 61. sæti, Gerðaskóli (4,21) í 77. sæti, Grunnskóli Grindavíkur (3,96) í því áttugasta og fjórða og Grunnskólinn í Sandgerði (3,85) rak lestina í 86. sæti, fjórða neðsta sæti á landsvísu. Við botninn í íslensku Séu einstök fög skoðuð þá má sjá að Grindvíkingar (3,65) eru næstverstir á landsvísu í íslensku og Sandgerðingar (3,86) eru í fjórða neðsta sæti en þeir ná einnig þriðja neðsta sæti í stærðfræði með 3,33 að meðaltali. Enskuvígið gjörfallið Því hefur löngum verið haldið fram að nálægt bæjarfélaganna á Suðurnesjum við varnarstöðina ylli því að góður árangur næðist í ensku á Suðurnesjum en af samræmdum prófum þessa árs er svo ekki að sjá. Grindvíkingar lentu í sjötta neðsta sæti með 3,81 og meðaltal enskueinkunna barna á Austurlandi, í Reykjavík og í nágrannabyggðarlögum Reykjavíkur er hærra en á Suðurnesjum. Unnið markvisst að bættum árangri Guðjón Þ. Kristjánsson, skólastjóri Grunnskólans í Sandgerði sagði að mikil umræða átti sér stað um skólamál þegar bæjarfélagið tók við rekstri grunnskólans og var bæjarstjórnin ekki ánægð með stöðu skólans. „Eitt sem að var fundið var að voru tíð kennaraskipti og ákveðið var að reyna að gera betur við kennara og tryggja starfskrafta þeirra til lengri tíma en eins árs í senn. Jafnframt var hafist handa við að koma á fót gæðakerfi. Hefur verið unnið að þessu markvisst síðastliðin tvö ár. Fyrsta árið fór í kynningu og endurmenntum starfsmanna og á síðasta ári var námskráin endurskoðuð með sérstöku tilliti til íslensku og stærðfræði. Námsefnið var þétt og aukið álag lagt á nemendur. Þá voru agamál og mætingamál tekin til endurskoðunar og við gáfum út handbók heimilanna. Foreldrafélögin voru endurskipulögð, þrátt fyrir öfluga starfsemi fyrir, og við breytingarnar varð starf þeirra virkara innan skólans sjálfs. Við vitum að það tekur tíma að rétta skólastarfið af en gerum okkur vonir bættan árangur í náinni framtíð.“ Með því alversta sem hér hefur sést Gunnlaugur Dan, skólastjóri Grunnskólans í Grindavík sagði þessa útkomu með því alversta sem hér hefur sést og algerlega óásættanlegt. „Þó er erfitt að benda á einhverja eina orsök því þetta er í raun mál sem samfélagið þarf að takast á við. Innan skólans hefur verið unnið að bættum árangri í 10. bekk. Grindavíkurbær kostaði t.a.m. heimanámsaðstoð á síðasta vetri, samtals 60 stundir í mánuði og kennslustundum í kjarnagreinum var fjölgað. Annars segir útkoman í samræmdu prófunum einungis til um samræmdu prófin en ekki skólastarfið í heild og í svona litlum hópi geta aðstæður milli ára haft áhrif geta á meðaltalseinkunn skóla. Í fyrra tóku t.d. 4 afburðanemendur í 9. bekk samræmdu prófin en þeir hafa í vetur sótt hluta námsefnisins til Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Annar hópur var í úrræði þar sem námið var ekki sniðið að samræmdum prófum heldur þörfum hópsins. Þeim nemendum var samt sem áður gert að taka samræmd próf. Þetta er einnig spurning um viðhorf samfélagsins til náms og menntunar og hvað á að hafa forgang. Kennaraháskóli Íslands gerði úttekt á starfi skólans fyrir ári síðan og við höfum unnið samkvæmt ábendingum þeirrar úttektar. Sú vinna mun væntanlega skila sér á næstu árum, sagði Gunnlaugur.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024