Miðvikudagur 31. mars 1999 kl. 17:46
				  
				AF VITFIRRINGUM OG ÖÐRUM BJÆJARFULLTRÚUM
				
				
				
Hátt  á  annað ár hafa bæjarbúar og aðrir landsmenn fylgst með undirbúningi og  framgangi varðandi byggingu fjölnota íþróttahúss í Reykjanesbæ. Eins og oft  þegar  stór mál eða framtíðarframkvæmdir eru í vinnslu í bæjarfélaginu eru  ekki  allir  sammála.  Útaf  fyrir  sig er ekkert óeðlilegt við slíkt, bæjarfulltrúar  sjá  hlutina í misjöfnu ljósi og haga þá málflutningi sínum og atkvæðagreiðslu í samræmi við það.Á  undanförnum  árum  hefur  farið  fram mjög málefnaleg og fagleg umræða  í bæjarstjórn  Reykjanesbæjar  um  hin  fjölmörgu verkefni sem á dagskrá hafa verið  hverju  sinni.  Bæjarfulltrúar  verið  sjálfum  sér  samkvæmir jafnt fulltrúar  meirihluta  sem  minnihluta  og  gætt  virðingar  í hvívetna. Nú bregður  svo  við  að með tilkomu J-listans við síðustu kosningar hafa menn þar á bæ tamið sér annað orðbragð, óvandaðra og gæta ekki virðingar sinnar.En nýir siðir koma með nýjum herrum og er sjálfsagt ekkert við því að gera.Tjarnargata 12Árið  1989  gerði  Keflavíkurbær samkomulag við Íslenska Aðalverktaka um að taka  á leigu til 20 ára óuppsegjanlegt og síðan forleigurétt á efrihæðinni að  Tjarnargötu  12. Um áramótin 1990-91 þegar byggingu lauk voru samningar undirritaðir. Ekki voru allir sáttir með þá gjörð, meðal annarra kom þá til bæjarstjórans  jafnaðarmaður  sem  lýsti  andúð  sinni á leigusamninginn og sagði að það ætti ekki að leigja,, bærinn ætti að kaupa. Honum var tjáð að þessi leið væri  hagstæð  bænum,  hann  hristi  hausinn  og fór. Nú nýlega var stofnað eignarhaldsfélagið   Tjarnargata  12  ehf.  af  Víkum  ehf.,  Lífeyrissjóði Suðurnesja  og  Reykjanesbæ. Félagið keypti af Íslenskum Aðalverktökum allt húsið,  og leigir síðan Sparisjóðnum, Lífeyrissjóðnum og bænum sama húsnæði og  þeir  hafa til næstu 20 ára óuppsegjanlegt. Sami jafnaðarmaður kom nú í heimsókn  og  óskaði  bænum  til  hamingju  með  að  vera  búinn  að  kaupa bæjarskrifstofurnar og sagði í leiðinni. „Þetta sagði ég alltaf, þú áttir að kaupa  húsið  í  upphafi en ekki leigja”. Við þessi orð reiknaði ég út hvað húsið  hefði  kostað  í upphafi með láni til 35 ára. Heildar kaupverð hefði orðið  um  2.2 milljarðar og hlutur Keflavíkurbæjar tæpar 700 milljónir kr.Leigugjald  á  sama  tíma  er rúmar 230 milljónir kr. allt á sama verðlagi. Þegar  ég  sýndi  þessum  ágæta  jafnaðarmanni  niðurstöðuna og benti honum vinsamlega  á  að húseigandinn hefði nú af ýmsum ástæðum talið heppilegt að selja  og við að kaupa þar sem verðið væri hagstætt, þá viðurkenndi hann að valin  hefði  verið  rétt  leið  í upphafi að leigja til langs tíma og vera síðan  reiðubúinn  í  kaup  þegar  rétta tækifærið gafst. Sparnaður  skiptir hundruðum            milljónum króna.Fjölnota íþróttahús„Fyrst ég er nú kominn í heimsókn á annað borð langar mig að fá skýringar á þessu  íþróttahúsi”  hélt gestur minn áfram. „Vinsamlegast settu það fram í nokkrum áhersluþáttum! Mín er ánægjan svaraði ég.Í  fyrsta lagi er mjög góð reynsla af leigufyrirkomulaginu sem bærinn hefur haft vegna Tjarnargötu 12 sl. 9 ár.Í öðru lagi mjög vönduð mannvirkjagerð Íslenskra Aðalverktaka.Í þriðja lagi hagstætt verð miðað við gæði, glæsileg bygging.Í  fjórða lagi hefur bæjarsjóður nú lagt um 1,7 milljónir kr. í undirbúning en með hefðbundnum útboðshætti má áætla að 26 milljónir kr. hefði þurft frá bænum til að hanna og bjóða út.Í fimmta lagi sér eigandinn um viðhald utandyra fyrstu fimm árin.Í   sjötta  lagi  er  verð  á  fermetra  helmingi  lægra  en  í  venjulegum íþróttahúsum.Í  sjöunda  lagi er hægt að kaupa húsið hvenær sem er t.d. eftir 5-7 ár eða síðar.Í áttunda lagi eru mjög miklar líkur á að EVRAN verði komin sem gjaldmiðill á Íslandi innan 10 ára og þá lækka vextir.Í  níunda  lagi eykst rými í íþróttahúsum bæjarins með hagkvæmum hætti, með því að ýmsar íþróttagreinar sem nú eru þar inni flytjist til.Í  tíunda  lagi  að  bæta  eins  og kostur er æfinga og keppnisaðtöðu ungra stúlkna  í  íþróttum, en brottfall þeirra er mikið áhyggjuefni. Marg sannað er  að  besta  forvörn  gegn vímu- og fíkniefnum er aukin íþróttaiðkun ungsfólks.Ágæti  lesandi,  mér  þótti rétt að setja á blað stutt brot úr viðtali mínu við  þennan ágæta jafnaðarmann, sem fór mjög sáttur til síns heima og sagði um leið og hann kvaddi „segðu fleirum en mér, það þarf að margsegja  sumum”.Ellert Eiríkssonbæjarstjóri