Af VG fundi um herstöðina og atvinnumálin
Það mættu 28 manns á fróðlegan opinn fund sem Vinstri grænir héldu á Flughóteli 27. nóv. sl. Framsögumenn voru Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður, Kristján Gunnarsson formaður Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur og Ólafur Þór Ólafsson bæjarfulltrúi í Sandgerði. Auk þeirra tóku margir til máls, m.a. Guðbrandur Einarsson, formaður verslunarmannafélags Suðurnesja.
Fram komu ólíkar skoðanir á hersetunni – hversu óæskileg hún sé, en að öðru leyti var skoðanamunur lítill. Til dæmis virtust allir sem til máls tóku sammála um að ekki væri hægt að réttlæta veru erlends hers hér með því einu að hann skaffi atvinnu. Menn voru sammála um að hernum bæri að axla ábyrgð á samfélaginu og náttúrunni þegar hann dregur úr starfsemi eða fer. Nefnd voru dæmi erlendis frá þar sem stjórnvöld létu bandaríska herinn hreinsa eftir sig, greiða skaðabætur, gefa starfsmönnum góðan aðlögunartíma og starfslokasamninga og leggja fé í að skapa atvinnu.
Mönnum bar saman um að það hafi verið ljóst í meira en áratug að Kaninn myndi draga saman seglin á Miðnesheiði, aðeins spurning hve mikið og hversu hratt. Líklegt sé að hann vilji aðeins hafa hér lágmarksstarfsemi til að halda við aðstöðunni. Herinn lagði fyrirvaralaust niður herstöðvarnar á Langanesi og Hornafirði og skildi allt eftir í skít og drasli með samþykki utnanríkisráðuneytisins. Hægristjórnin íslenska hefur lagst á hnén og stungið hausnum í sandinn og sveitarstjórnarmenn hafa sofið á verðinum.
Okkur hefur skort framtíðarsýn og hrakist undan straumnum frekar en að taka frumkvæði sjálf. Það er fumskilyrði að það sé atvinna fyrir íbúana og skapað sé hagstætt umhverfi fyrir fjölþætt atvinnulíf og hlúð að sprotum.
Ljóst er að atvinnuástandið hér er alvarlegt og gæti farið svo að tala atvinnulausra verði komin í 600 fljótlega eftir áramót. Sjávarútvegsstefna stjórnvalda veldur því að frábærum sjómönnum er meinað að draga björg í bú og stóriðjustefnan hjálpar hér lítið. Því er ekki nóg að sjá ótal möguleika opnast t.d. í auknu flugi og ferðamennsku við það að herinn dregur úr sinni starfsemi. Það þarf að hefja björgunaraðgerðir strax. Bent var á að fyrirtæki á Suðurnesjum gætu nýtt sér betur heimildir til að ráða atvinnulaust fólk í tímabundna starfsþjálfun á atvinnuleysisbótum og að halda þurfi í 60 daga regluna í fiskiðnaðinum sem stjórnvöld vilja nú krukka í. Mönnum fannst skorta samstöðu um að hlúa janft að nýjum sprotum og því sem við höfum, einnig samstöðu gagnvart stjórnvöldum í Reykjavík.
Þrátt fyrir dökkt útlit einkenndist fundurinn af bjartsýni. Ekki skorti hugmyndir á fundinum um eflingu atvinnulífsins í bráð og lengd en spurning hvað af því kemst í framkvæmd – veldur hver á heldur.
Þorvaldur Örn Árnason
Fram komu ólíkar skoðanir á hersetunni – hversu óæskileg hún sé, en að öðru leyti var skoðanamunur lítill. Til dæmis virtust allir sem til máls tóku sammála um að ekki væri hægt að réttlæta veru erlends hers hér með því einu að hann skaffi atvinnu. Menn voru sammála um að hernum bæri að axla ábyrgð á samfélaginu og náttúrunni þegar hann dregur úr starfsemi eða fer. Nefnd voru dæmi erlendis frá þar sem stjórnvöld létu bandaríska herinn hreinsa eftir sig, greiða skaðabætur, gefa starfsmönnum góðan aðlögunartíma og starfslokasamninga og leggja fé í að skapa atvinnu.
Mönnum bar saman um að það hafi verið ljóst í meira en áratug að Kaninn myndi draga saman seglin á Miðnesheiði, aðeins spurning hve mikið og hversu hratt. Líklegt sé að hann vilji aðeins hafa hér lágmarksstarfsemi til að halda við aðstöðunni. Herinn lagði fyrirvaralaust niður herstöðvarnar á Langanesi og Hornafirði og skildi allt eftir í skít og drasli með samþykki utnanríkisráðuneytisins. Hægristjórnin íslenska hefur lagst á hnén og stungið hausnum í sandinn og sveitarstjórnarmenn hafa sofið á verðinum.
Okkur hefur skort framtíðarsýn og hrakist undan straumnum frekar en að taka frumkvæði sjálf. Það er fumskilyrði að það sé atvinna fyrir íbúana og skapað sé hagstætt umhverfi fyrir fjölþætt atvinnulíf og hlúð að sprotum.
Ljóst er að atvinnuástandið hér er alvarlegt og gæti farið svo að tala atvinnulausra verði komin í 600 fljótlega eftir áramót. Sjávarútvegsstefna stjórnvalda veldur því að frábærum sjómönnum er meinað að draga björg í bú og stóriðjustefnan hjálpar hér lítið. Því er ekki nóg að sjá ótal möguleika opnast t.d. í auknu flugi og ferðamennsku við það að herinn dregur úr sinni starfsemi. Það þarf að hefja björgunaraðgerðir strax. Bent var á að fyrirtæki á Suðurnesjum gætu nýtt sér betur heimildir til að ráða atvinnulaust fólk í tímabundna starfsþjálfun á atvinnuleysisbótum og að halda þurfi í 60 daga regluna í fiskiðnaðinum sem stjórnvöld vilja nú krukka í. Mönnum fannst skorta samstöðu um að hlúa janft að nýjum sprotum og því sem við höfum, einnig samstöðu gagnvart stjórnvöldum í Reykjavík.
Þrátt fyrir dökkt útlit einkenndist fundurinn af bjartsýni. Ekki skorti hugmyndir á fundinum um eflingu atvinnulífsins í bráð og lengd en spurning hvað af því kemst í framkvæmd – veldur hver á heldur.
Þorvaldur Örn Árnason