Af stað á Reykjanesið
Síðastliðin fimm sumur hefur sjf menningarmiðlun boðið upp á gönguverkefnið AF STAÐ Á REYKJANESIÐ, menningar- og sögutengdar gönguferðir með leiðsögn um hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaganum. Ferðirnar hafa verið vel sóttar og áhugi fólks mikill á að kynnast náttúru og sögu Reykjanesskagans. Fyrstu ferðir sumarsins verða á sunnudögum frá 1.maí til 29. maí 2011 og byrja allar kl. 13:00.
Ferðir: dagsetn: þjóðleið: upphafsstaður: áfangastaður: km
1. ferð: 1. maí, ALFARALEIÐ. Straumur, Þorbjarnastaðir - Óttarsstaðaborg. 7 km (Mæting er við Straum vestan við álverið í Hafnarfirði).
2. ferð: 8. maí, KETILSSTÍGUR. Seltún í Krýsuvík, - Arnarvatn - Folaldadalir. 7 km (Mæting er við Seltún í Krýsuvík. Ekið er um Krýsuvíkurveg að þjónustuhúsunum við Seltún).
3. ferð: 15. maí, PRESTASTÍGUR, Hafnavegur, við Kalmannstjörn, - Langhóll - Haugsvörðugjá - gjá milli heimsálfa. 7 km (Mæting er á bílastæði ofan við fiskeldið miðja vegu milli Hafna og Reykjanessvita. Ekið er um Hafnaveg).
4. ferð: 23. maí, SKIPSSTÍGUR. Bláa lónið, bílastæði, - Sjónarhóll - Rauðimelur. 12 km (Mæting er á bílastæðinu við Bláa lónið við skiltin þar sem rúturnar stoppa).
5. ferð: 29. maí, ALMENNINGSVEGUR. Kálfatjörn, - Arnarhóll - Árnavarða. 7 km. (Mæting er við Kálfatjarnarkirkju). Ekið er um Vatnsleysustrandarveg.)
Ferðirnar taka yfirleitt um 3-4 tíma með fræðslustoppum. Gengið er að mestu í flatlendi og hrauni. Gott er að vera með nesti og í góðum skóm. Allir eru á eigin ábyrgð í ferðum. Göngufólk fær stimpil fyrir hverja ferð á þátttökuseðil. Eftir 3 -5 gönguferðir er hægt að skila seðli og vera með í potti sem dregið verður úr í síðustu göngunni. Þrír útivistarvinningar eru í boði. Mæting í ferð er við upphafsstað göngu. Þátttökugjald í ferð er kr. 1.000. Frítt fyrir börn. Nánari upplýsingar um ferðir eða breytingar á ferðum verða á www.sjfmenningarmidlun.is
Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa staðið fyrir því að láta gefa út nýtt göngukort með gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaga auk göngubæklinga um; Garðstíg, Sandgerðisveg, Árnastíg og Skipstíg. Í sumar stendur jafnframt til að merkja sérstaklega upphafsstaði gönguleiða.
Styrktar- og þátttökuaðilar gönguverkefnisins AF STAÐ á Reykjanesið: Ferðamálasamtök Suðurnesja, Markaðsstofa Suðurnesja, FERLIR og sjf menningarmiðlun.
Sigrún Jónsd. Franklín,
menningarmiðlari, leiðsögumaður og kennari.
[email protected], gsm 6918828, facebook: sjf menningarmiðlun.