Af stað á Reykjanesið - Fjórða ferð á sunnudag
Af stað á Reykjanesið - Skipsstígur 4. ferð, sunnudaginn 22. maí 2011. Mæting kl. 13:00 á við Bláa lónið, bílastæði. Áætlað er að gangan taki ca. 4 - 5 klst. með fræðslustoppum um 12 km. Gangan er sú fjórða af fimm menningar- og sögutengdum gönguferðum um hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaganum sem farnar verða með leiðsögn á sunnudögum í maí.
Boðið er upp á þátttökuseðil þar sem göngufólk safnar stimplum fyrir hverja ferð. Þegar búið verður að fara 3 - 5 gönguleiðir verður dregið úr seðlum og einhverjir þrír heppnir fá vinninga. Dregið verður í síðustu göngu. Þátttakendur eru beðnir um að muna eftir að taka þátttökuseðla með í ferðir. Allir velkomnir.