AF STAÐ á Reykjanesið - fimmta ferð Almenningsvegur
AF STAÐ á Reykjanesið - Almenningsleið 5. ferð, sunnudaginn 29. maí 2011. Mæting kl. 13:00 á við Kálfatjarnakirkju á Vatnsleysuströnd.
Almenningsleið er forn þjóðleið milli Voga og Kúagerðis. Gengið verður frá Kálfatjarnarkirkju framhjá Arnarhól og Árnavörðu að Vatnsleysu. Svæðið býr yfir magnaðri náttúru og sögum sem Sigrún Jónsd. Franklín mun miðla á leiðinni. Áætlað er að gangan taki ca. 3 - 4 klst. með fræðslustoppum um 7 km. Gott er að vera með nesti og í góðum skóm. Allir eru á eigin ábyrgð. Þátttökugjald kr. 1.000. Frítt fyrir börn.
Gangan er fimmta menningar- og sögutengda gönguferðin um hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaganum sem farnar hafa verið með leiðsögn á sunnudögum í maí 2011. Boðið var upp á þátttökuseðil þar sem göngufólk safnaði stimplum fyrir hverja ferð. Nú er komið að því að draga 3 vinninga frá Cintamani, Bláa Lóninu og sjf menningarmiðlun. Munið eftir þátttökuseðlinum. Allir eru velkomnir í göngu.
Nánari upplýsingar um ferðir
Sigrún Jónsd. Franklín
www.sjfmenningarmidlun.is
[email protected]/gsm. 6918828