Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Af skipulagsmálum í Sveitarfélaginu Vogum
Föstudagur 6. maí 2022 kl. 09:15

Af skipulagsmálum í Sveitarfélaginu Vogum

Það eru mörg tækifærin í Vogum þegar kemur að skipulagi og uppbyggingu og því mikilvægt að vandað sé til verka.

E-listinn hefur beitt sér fyrir því að auka lóðaframboð og klára svæði sem standa næst kjarna bæjarins. Miðbæjarkjarninn er við það að verða fullbyggður og undanfarið höfum séð mikinn gang í uppbyggingu Grænuborgarhverfis sem mun allt að tvöfalda stærð sveitarfélagsins þegar yfir lýkur. Á stefnuskrá E-listans er fyrirhuguð hugmyndasamkeppni um skipulag hafnarsvæðisins og Hafnargötureitsins sem á eftir að verða spennandi svæði. Við skipulag slíks reits er mikilvægt að vanda til verksins. Annað svæði sem er í eigu sveitarfélagsins er ofan Dalahverfis en það væri hægt að ráðast í íbúðauppbyggingu þar með tiltölulega litlum fyrirvara.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vert er að minnast á þau metnaðarfullu markmið að fara í hönnun skólalóðar Stóru-Vogaskóla og íþróttarsvæðis með framtíðarfjölgun í huga. Væntingar eru til þess að samningar takist við meðeigendur okkar að óskiptu heiðalandi Vogajarða, svo sveitarfélagið fái frekari lóðir til úthlutunar, og verður lögð sérstök áhersla á að vinna að þessu á nýju kjörtímabili. Eitt af þeim svæðum sem þolir frekari stækkun er iðnaðarsvæðið þar sem mörg spennandi tækfæri bíða handan hornsins.

Hvað varðar stærri framkvæmdir þá lítum við til Flekkuvíkur en nú liggur m.a. fyrir áhugi fyrirtækja á uppbyggingu landeldis sem mögulega má sjá fyrir sér þar í framtíðinni. Hvað varðar frekari íbúðauppbyggingu þá væri það óskynsamlegt að fara í uppbyggingu á dreifðum byggðarkjörnum enda kallar slíkt á mikinn tilkostnað og þjónustuþunga ef standa á almennilega að málum. Nær er að einbeita sér að þéttingu byggðar og nýta þá innviði sem þegar eru fyrir hendi. Það er óhætt að segja að í víðfeðmu sveitarfélagi okkar séu mörg tækifæri sem E-listinn er tilbúinn að vinna hörðum höndum að og sjá verða að veruleika.

Birgir Örn Ólafsson, oddviti E-listans

Ingþór Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar

Sveitafélaginu Vogum