Af litlu gleðst Kallinn
Af litlu gleðst blessaður Kallinn ef að það nægir honum að frá viðbrögð við skrifum sínum. Ég skorast ekki undan ábyrgð í þessu máli og vildi gjarnan að ég gæti haft meira um málefni Heilbrigðisstofnunar að segja en því miður. Kallinum til upplýsingar er gott að hann viti að það er búið að halda borgarafund númer 2. Að honum stóðu Félag eldri borgara ásamt stéttarfélögum. Var hann haldinn í Stapa og meðal framsögumanna var María Ólafsdóttir fyrrverandi yfirlæknir heilsugæslunnar. Var okkur gefið í skyn á þessum fundi að lausn væri í sjónmáli. Því miður báru aðilar ekki gæfu til að klára þetta og nú er svo málum komið að haft er eftir fyrrverandi yfirlækni í blöðum að læknar treysti ekki yfirstjórn Sjúkrahússins. Þegar svo er komið eru ekki líkindi á lausn.
Vil ég benda Kallinum á að við erum ekki andstæðingar í þessu máli heldur samherjar. Það er sameiginlegt hagsmunamál okkar að þetta ástand lagist. Heilbrigðismál eru því miður ekki á ábyrgð sveitarfélaga heldur fer ríkisvaldið með þennan málaflokk og ákvörðunarvaldið liggur þar. Það var tekin sú ákvörðun að endurráða ekki lækna á sömu kjörum og þeir höfðu áður og jafnframt að fækka þeim. Þessi ákvörðun hefur leitt af sér þennan hnút.
Vilji Kallinn láta eitthvað gott af sér leiða í þessu máli varpa ég hér fram einni hugmynd til að þrýsta á heilbrigðisráðherra í þessu máli.
Hugmyndin er þessi:
Að Kallinn fái Víkurfréttir til þess að setja upp áskorun til heilbrigðisráðherra á heimasíðu sinni. Við íbúarnir gætum síðan prentað hana út og skrifað undir hana, eina fyrir hvern íbúa. Við myndum setja þær allar í póst sama dag og senda heilbrigðisráðherra. Ég myndi vilja sjá hvað gerðist þegar hann fær 17.000 bréf á einu bretti.
Með kveðju!
Guðbrandur Einarsson
bæjarfulltrúi.
Vil ég benda Kallinum á að við erum ekki andstæðingar í þessu máli heldur samherjar. Það er sameiginlegt hagsmunamál okkar að þetta ástand lagist. Heilbrigðismál eru því miður ekki á ábyrgð sveitarfélaga heldur fer ríkisvaldið með þennan málaflokk og ákvörðunarvaldið liggur þar. Það var tekin sú ákvörðun að endurráða ekki lækna á sömu kjörum og þeir höfðu áður og jafnframt að fækka þeim. Þessi ákvörðun hefur leitt af sér þennan hnút.
Vilji Kallinn láta eitthvað gott af sér leiða í þessu máli varpa ég hér fram einni hugmynd til að þrýsta á heilbrigðisráðherra í þessu máli.
Hugmyndin er þessi:
Að Kallinn fái Víkurfréttir til þess að setja upp áskorun til heilbrigðisráðherra á heimasíðu sinni. Við íbúarnir gætum síðan prentað hana út og skrifað undir hana, eina fyrir hvern íbúa. Við myndum setja þær allar í póst sama dag og senda heilbrigðisráðherra. Ég myndi vilja sjá hvað gerðist þegar hann fær 17.000 bréf á einu bretti.
Með kveðju!
Guðbrandur Einarsson
bæjarfulltrúi.