Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Af landasölu og fjarvistum
Fimmtudagur 24. nóvember 2011 kl. 17:03

Af landasölu og fjarvistum

Undirritaður samþykkti á bæjarstjórnarfundi þann 18. október, ásamt öðrum bæjarfulltrúm Reykjanesbæjar, sölu á jörð í landi Kalmanstjarnar og Junkaragerðis - ásamt auðlindum - til ríkisins fyirir 1.230 milljónir króna af illri nauðsyn og gleðilaust vegna grafalvarlegrar fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það vakti þess vegna athygli mína að enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins sá sér fært að mæta við lokatkvæðagreiðlsu fjáraukalaga á fimmtudaginn síðasta þegar gengið var frá kaupunum. Þeir voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna á Alþingi og greiddu því ekki atkvæði með kaupunum.


Þingmenn Sjálfstæðisflokkins greiddu heldur ekki atkvæði við sama tækifæri – vegna þess að þeir voru fjarverandi - um það hvort Íslenska ríkið ætti að ganga í ábyrgð fyrir brotthorfinn Sparisjóð Keflavíkur. Alþingi samþykkti ábyrgðina og óháðri úrskurðarnefnd verður falið skera úr um það hve há ábyrgðin verður en reiknað er með að á milli 11 til 30 milljarðar króna geti fallið á ríkissjóð vegna þess að ríkið ábyrgðist innstæður í Sparisjóðnum okkar við fall hans, eins og gert hefur verið í öðrum bankastofnunum.


Þessi fjarvera sjálfstæðisþingmanna við atkvæðagreiðsluna stakk í augu.



Reykjanesbær skuldar enn 490 milljónir fyrir nýselt land

Salan á landinu til ríkisins var til umræðu á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn og spurði ég bæjarstjóra nokkurra spurninga um söluna. Neðangreint má draga saman úr þeim svörum.


Íslenska ríkið greiddi alls 1.230 milljónir fyrir landið. Af því ganga um 900 milljónir upp í ógreidda skattaskuld Reykjanesbæjar, fjármagnstekjuskatt sem bærinn skuldar vegna sölu hlutar síns í HS Orku árið 2009. Eftir standa þó enn um 900 milljónir sem eru ógreiddar af fjármagnstekjuskattinum vegna sölunnar og bærinn skuldar ríkinu.


Þá kom fram að samkvæmt 3ja ára áætlun Reykjanesbæjar fyrir árin 2012-2014 var gert ráð fyrir að bærinn fengi 1,8 milljarð fyrir landið og auðlindirnar í landi Kalmannstjarnar og Junkaragerðis. Í framhaldi má geta þess að Reykjanesbær hefur fengið um 30 milljónir í afgjald í bæjarsjóð árlega í leigu fyrir nýtingu HS Orku á auðlindum jarðanna.


Þá kom einnig fram í máli bæjarstjóra að Reykjanesbær skuldar HS Orku enn 490 milljónir vegna kaupa á jörðunum í landi Kalmanstjarnar og Junkaragerðis – þessum sömu og verið var að selja ríkinu - þessar 490 milljónir eigum við að greiða árið 2017 samkvæmt bæjarstjóra.


Salan á landinu dregur fram með skýrum og nokkuð skelfilegum hætti hve illa bæjarsjóður er staddur eftir níu ára viðvarandi hallarekstur sjálfstæðismanna. Hallarekstur sem hefur verið fóðraður árum saman með sölu á eignum bæjarins en eignunum sem eftir eru, fer óðum fækkandi.


Eysteinn Eyjólfsson
bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ