Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Af hverju seldu hinir sjálfstæðismennirnir ekki eigur bæja sinna?
Miðvikudagur 24. maí 2006 kl. 22:31

Af hverju seldu hinir sjálfstæðismennirnir ekki eigur bæja sinna?

Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ guma mikið af hinni "frábæru" sölu sinni á eignum bæjarins. Við eigum ekki lengur skólana okkar, íþróttahúsin eða önnur mannvirki heldur leigjum við þau á okurverði af fasteignafélagi sem hefur höfuðstöðvar sínar í Reykjavík (sjá nánar líkan til að reikna út leiguna á a-listinn.is). Þetta var ekki boðið út, samningurinn er bænum óhagstæður og aðalviðhaldið lendir á okkur. Fyrir þann pening, sem fékkst fyrir mannvirkin, var aðeins pínulítið brot notað til að borga niður skuldir bæjarins. Afleiðingin er sú að Reykjanesbær er eitt skuldugasta sveitarfélag á Íslandi. Glæsilegt Íslandsmet eða hitt þá heldur!

Arfavitlaust að selja segir Gunnar Birgisson
Heldur þykir mér ömurlegt að lesa skrif Árna Sigfússonar og fylgisveina hans um þetta söluævintýri. Allir þeir sem leyft hafa sér að efast um þessa hagfræði þeirra eru kallaðir ýmsum miður góðum nöfnum. Vel má vera að pólitískir andstæðingar Árna Sigfússonar og félaga sjái ekki snilldina í hagfræði sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. En hvað segja þá aðrir sjálfstæðismenn? Gunnar Birgisson mun hafa látið þau orð falla á Alþingi að sala sveitarfélaga á skuldlausum eignum sínum sé arfavitlaus aðgerð og stríði beinlínis gegn hagsmunum sveitarfélaganna. Gunnar Birgisson mun víst vera sjálfstæðismaður síðast þegar vitað var!

Söluleiðin skoðuð víða en enginn seldi – nema Árni!
Grundvallarspurningin er þessi: Hvers vegna seldu Sjálfstæðismenn í þessum sveitarfélögum ekki eigur bæjanna? Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Akranes, Akureyri, Garðabær, Ísafjörður. Þarna er um að ræða stærstu sveitarfélögin á landinu þar sem D-listinn er í meirihluta – einn sér eða með öðrum. Vitað er að á öllum þessum stöðum skoðuðu menn söluleiðina en féllu frá henni. Hvers vegna? Hún er ábyrgðarlaus og stefnir fjármálum sveitarfélaganna í hættu. Það er a.m.k. skýring Gunnars Birgissonar. Árni Sigfússon seldi hins vegar allt undan okkur, án útboðs, borgaði ekki niður skuldir og heldur að allt verði í fínu lagi. Hvers eiga bæjarbúar að gjalda?

180 milljónir jafngilda rekstri þriggja leikskóla
X við A á laugardaginn tryggir að þessi mistök verða leiðrétt með endurkaupum fasteigna, aðgerð sem mun skila okkur 180 milljónir á ári hverju í rekstur bæjarins. Upphæð sem jafngildir t.d. hlut Reykjanesbæjar í reksti þriggja meðalstórra leikskóla – það munar um það!

Ólafur Thordersen skipar 4. sæti A-listans
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024