Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Af hverju er ég ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja?
Mánudagur 8. nóvember 2010 kl. 11:58

Af hverju er ég ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja?

Það er vegna þess að ég veit að samfélag mitt þarf á mér að halda, ekki bara frá 8-16 virka daga líka kvöld, nætur og á hátíðisdögum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ég vil geta stutt verðandi foreldra þegar eitthvað bregður útaf á meðgöngu, í fæðingu og leiðbeint þeim ef þörf er á í kjölfar fæðingar. Þau þekkja mig, ég þekki þau, þau eru börnin sem ég tók á móti, þau er vinir barnanna minna. Foreldrar þeirra eru jafnaldrar mínir og vinir.

Ég bý meðal þeirra, þau treysta mér, ég treysti þeim og dáist að dugnaði þeirra þau vita hvaða val þau hafa, og nota það sem er í boði.
Konur koma á deildina til eftirlits vegna áhættumeðgangna eins og meðgöngueitrunar, háþrýstings, minnkaðra fósturhreyfinga, sykursýki, vegna vaxtarskerðingar fósturs, tvíburameðgangna, of lítils legvatns, of mikils legvatns, blæðinga á meðgöngu, endurtekinna fyrirvaraverkja, samdrátta fyrir tímann og fleira.

Einnig koma konur sem þurfa á aðstoð að halda vegna ógleði á meðgöngu, grindarverkja, kvíða og vanlíðunar, ótímabærra samdrátta, óvissu um legvatnsleka o.fl. Eftir fæðinguna koma foreldrar með börnin sín t.d í barnalæknisskoðun á deildina, stundum í ljósameðferð vegna gulu o.fl. Einnig koma konur með ýmis konar brjóstagjafavandamál á deildina eins og t.d stíflur og sýkingar í brjóstum, sogvandamála, sogvillu o.fl.

· Mjög öflug símaþjónusta er á deildinni og er mikið álag af ýmisskonar ráðgjöf í síma.

· Konur sem ekki eiga þess kost að fæða hér, geta komið á fæðingadeildina til að láta meta sig áður farið er til Reykjavíkur.

· Einnig er veitt sængurleguþjónusta á deildinni fyrir þær sem það kjósa líka þær sem ekki hafa átt þess kost að fæða hér þær geta komið og legið sængurlegu, ef ekki er hægt að sinna þeim í heimaþjónustu.

· Fæðingadeildin er einnig bakhjarl mæðraverndarinnar sem fram fer á heilsugæslunni og þangað er hægt að vísa konum í frekari skoðanir ef á þarf að halda.

· Svo er það fæðingin sjálf, sá stórkostlegi atburður og öll sú vinna sem fer fram í kringum hverja fæðingu.

Þetta gefur mínu lífi gildi en þínu?

Guðrún Guðbjartsdóttir ljósmóðir.