Af hverju á Sandgerðisbær ekki að sameinast Reykjanesbæ?
Um næstu helgi nánar tiltekið 8. október munu íbúar Sandgerðisbæjar ganga að kjörborðinu og kjósa um það hvort þeir vilji sameinast Reykjanesbæ og Sveitarfélaginu Garði. Á bæjarstjórnarfundi þann 14. september sl. lýstu allir bæjarfulltrúar Sandgerðisbæjar þeirri skoðun sinni að sameining Sandgerðisbæjar við Reykjanesbæ og Sv. Garð væri ekki tímabær. Undirritaður sat þann fund sem bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn í Sandgerði og studdi þessa bókun.
Mörg rök eru fyrir sameiningu þessarar sveitarfélaga sem lúta sérstaklega að atvinnulífinu og skipulagsmálum. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að sameining þessara sveitarfélaga sé af hinu góða eða allt þar til nú fyrir skemmstu, eða þar til að ég kynnti mér til hlítar fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar.
Fjárhagsstaða Reykjanesbæjar hefur breyst svo mikið til hins verra frá því að meirihluti Sjálfstæðisflokksins tók við rekstri sveitarfélagsins árið 2002 að seint mun sjást til sólar í þeim efnum. Á rekstrarárunum 2002-2004 hefur Reykjanesbær tapað nærri 2,2 milljörðum króna samkvæmt ársreikningum sveitarfélagsins. Þá hef ég undir höndum afrit af bréfi til Árna Sigfússonar bæjarstjóra Reykjanesbæjar frá EFTIRLITSNEFND SVEITARFÉLAGA þar sem kemur fram að samkvæmt niðurstöðu endurskoðaðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004 er samanlögð rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir á árunum 2002-2004 neikvæð um tæplega 2 milljarða króna og veltufé frá rekstri neikvætt um ríflega 1,3 milljarð króna. Þá kemur fram í áður nefndu bréfi að á sama tíma versni peningaleg staða bæjarsjóðs Reykjanesbæjar, að teknu tilliti til skuldbindinga vegna rekstrarleigusamninga, um rúmlega 3,1 milljarð króna. Þannig er eignastaða í lok árs 2004 orðin neikvæð um 99 þúsund krónur pr. íbúa og versnar um tæplega 450 þúsund krónu á íbúa frá árslokum 2002, að teknu tilliti til skuldbindinga vegna rekstrarleigusamninga.
Nú er ég ekki með þessu að hrósa meirihlutanum í Sandgerðisbæ fyrir sína fjármálastjórnun og hafa bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins margoft varað við skuldasöfnun og óráðsíu í rekstri sveitarfélagsins. En aldrei hef ég séð það svartara en hjá Reykjanesbæ og er erfitt að finna aðra eins hliðstæðu hér á landi.
Virðingarfyllst
Haraldur Hinriksson
Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Sandgerðisbæ
Mörg rök eru fyrir sameiningu þessarar sveitarfélaga sem lúta sérstaklega að atvinnulífinu og skipulagsmálum. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að sameining þessara sveitarfélaga sé af hinu góða eða allt þar til nú fyrir skemmstu, eða þar til að ég kynnti mér til hlítar fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar.
Fjárhagsstaða Reykjanesbæjar hefur breyst svo mikið til hins verra frá því að meirihluti Sjálfstæðisflokksins tók við rekstri sveitarfélagsins árið 2002 að seint mun sjást til sólar í þeim efnum. Á rekstrarárunum 2002-2004 hefur Reykjanesbær tapað nærri 2,2 milljörðum króna samkvæmt ársreikningum sveitarfélagsins. Þá hef ég undir höndum afrit af bréfi til Árna Sigfússonar bæjarstjóra Reykjanesbæjar frá EFTIRLITSNEFND SVEITARFÉLAGA þar sem kemur fram að samkvæmt niðurstöðu endurskoðaðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004 er samanlögð rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir á árunum 2002-2004 neikvæð um tæplega 2 milljarða króna og veltufé frá rekstri neikvætt um ríflega 1,3 milljarð króna. Þá kemur fram í áður nefndu bréfi að á sama tíma versni peningaleg staða bæjarsjóðs Reykjanesbæjar, að teknu tilliti til skuldbindinga vegna rekstrarleigusamninga, um rúmlega 3,1 milljarð króna. Þannig er eignastaða í lok árs 2004 orðin neikvæð um 99 þúsund krónur pr. íbúa og versnar um tæplega 450 þúsund krónu á íbúa frá árslokum 2002, að teknu tilliti til skuldbindinga vegna rekstrarleigusamninga.
Nú er ég ekki með þessu að hrósa meirihlutanum í Sandgerðisbæ fyrir sína fjármálastjórnun og hafa bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins margoft varað við skuldasöfnun og óráðsíu í rekstri sveitarfélagsins. En aldrei hef ég séð það svartara en hjá Reykjanesbæ og er erfitt að finna aðra eins hliðstæðu hér á landi.
Virðingarfyllst
Haraldur Hinriksson
Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Sandgerðisbæ