Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Aðsent

Af heillindum fyrir hag bæjarbúa
Föstudagur 11. maí 2018 kl. 11:07

Af heillindum fyrir hag bæjarbúa

Í sveitarstjórnar kosningunum 2010 kom fram nýtt framboð í Sveitarfélaginu Vogum. Þetta framboð fékk listabókstafinn L og að baki honum stóð Framfarafélag L-listans. Þennan lista og þetta félag var sett saman af ötulu og góðu fólki ungu sem öldnu sem hefur hag íbúa og sveitarfélagsins að leiðarljósi. Við náðum inn einum manni sem þótti mjög gott miðað við nýtt framboð og nýjan listabókstaf.
 
Eitt af megin markmiðum L-listans var að reyna að fá bæjarfulltrúa til að vinna saman að heillindum fyrir hag bæjarbúa en ekki vera alltaf í skotgröfum og vera á móti því sem gott er bara til að vera á móti hefur þetta náð fram að ganga allt fram til dagsins í dag og vonandi verður svo hér um ókomna framtíð.
Í byrjun kjörtímabilsins 2010 þótti ekki vært að nýtt framboð kæmist í meirihluta og öllum bæjarbúum kom það í opna skjöldu þegar H-listi og E-listi hófu samstarf. Okkur í L-listanum þótti mikið til koma að einir mestu mótherjar í pólitísku umhverfi Voga skyldu leiða saman hesta sína og byrja að vinna saman. Það má segja að þetta hafi verið upphafið að góðu samstarfi allra bæjarfulltrúa sem eftir átti að koma.
 
Því miður gekk þetta ekki alveg eftir og slitnaði samstarfið upp einhverjum mánuðum seinna enda fjárhagstaða sveitarfélagsins ekki ýkja góð og mikið bar í milli í línumálinu mikla. Það varð svo niðurstaða að L-listinn og H-listinn leiddu þá saman hesta sína og hleyptu á skeið, Ákveðið var að ráða ópólítískan bæjarstjóra og í því ráðningarferli var E-listinn með allan tímann og úr varð að ráðinn var úrvals maður og situr hann enn og gegnir starfi sínu með sóma.
 
En ekki má gleyma að á þessum tíma var sveitarfélagið nánast í gjörgæslu hjá eftirlitsstofnun sveitarfélaga og eitthvað þurfti að gera. L-listinn réðist með stuðningi H-lista í að greiða upp skuldir sveitarfélagsins með Framfararsjóðnum sem sveitarfélagið átti og kaupa aftur eignir sveitarfélagsins af leigufélaginu Fasteign ehf, Þessi gjörningur fór fram rétt fyrir kosningar 2014 og er nú búinn að skila sér í betri rekstrarafkomu sveitarfélagsins undan farinn 4 ár sem E-listinn er búinn að sitja einn í meirihluta. Því er þessi bætta rekstrarafkoma ekki einungis til komin af ábyrgri stjórn E-listans heldur samstarfi þeirra lista sem hafa verið í bæjarstjórn undanfarin 8 ár.
 
Það vita allir að tíma tekur að koma góðum hlutum í gagnið og fá þá til að virka og oft á tíðum geta aðrir eignað sér heiður af verki heildarinnar vegna þess að þeir koma í ljós síðar.
 
Kristinn Björgvinsson
Fyrrverandi Oddviti L-listans 
og skipar nú 5. sæti.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024