Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Af gefnu tilefni
Fimmtudagur 4. október 2012 kl. 08:20

Af gefnu tilefni

Félagsþjónusta Sandgerðis, Garðs og Voga hefur orðið fyrir mjög ósanngjarnri og ómaklegri ádeilu bæði hér á Víkurfréttavefnum og á fésbókarsíðum undanfarna daga. Ádeilu sem á ekki við nein rök að styðjast og er röng.

„Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga leitast við að tryggja íbúum bæjarfélaganna félagslegt öryggi með heildstæðri félagslegri þjónustu þar sem lögð er áhersla á að réttur íbúa sé alltaf ljós og einstaklingum ekki mismunað með geðþóttaákvörðunum.“

Félagsmálastjóri Sandgerðis Garðs og Voga, Kristín Þ. Þorsteinsdóttir, og starfsfólk hennar sinnir störfum félagsþjónustunnar af mikilli vandvirkni, ábyrgð og fagmennsku ásamt því  að gæta jafnræðis allra skjólstæðinga og fylgja eftir reglum og reglugerðum félagsþjónustunnar.

Félagsmálastjóri fylgir eftir og ber ábyrgð á þeirri fjárhagsáætlun sem gerð er ár hvert og samþykkt er af sveitarfélögunum þremur.


Brynja Kristjánsdóttir
bæjarfulltrúi í Garði og situr í Velferðar- og fjölskyldunefnd  Sandgerðis , Garðs og Voga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024