Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá
Föstudagur 3. ágúst 2007 kl. 14:17

Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá

Í síðasta tölublaði Víkurfrétta mátti lesa grein eftir eldhugann Þorsteinn Erlingsson, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Í henni birti hann viðbrögð sín við annari sem ég hafði sent frá mér um Hitaveitu Suðurnesja og greinilegt er að fór illa í hann. Gott fyrir bæjarstjórann að vita til þess að hann eigi slíka meðreiðarsveina sem tilbúnir eru til áhlaups leið og blásið er til orustu.
En eins og við var að búast, minntist Þorsteinn ekkert á efnisatriði greinar minnar, heldur var hann uppteknari af  atriðum sem hann hélt að ég hefði gefið í skyn eða atburðum sem ekki höfðu gerst þegar greinin var skrifuð. En það er auðvitað skiljanlegt að Þorsteinn Erlingsson sé viðkvæmur fyir því, að einhverjir hafi skoðanir á með hvaða hætti hann og hans líkar hafi í gegnum tíðina gætt almannahagsmuna hér á svæðinu. Að verið sé að ryðjast inn í hin helgu vé.

Hvað með Ellert?
Þorsteinn hefur greinilega miklar áhyggjur af því ég skyldi hafa komið inn í stjórnina (rutt út eins og hann orðar það ) í stað Björns Herberts Guðbjörnssonar, sem  setið hefur í stjórn HS á annan áratug. Ég veit svo sem ekki hvort sjálfstæðismenn almennt, deili þessum hugarvíli með honum, en ég minnist þess ekki að Þorsteinn hafi komið á framfæri slíkum áhyggjum þegar Ellert Eiríksson reynslubolti gekk út úr stjórn HS (var rutt út fyrir Björk Guðjónsdóttur? ). Og væntanlega hefur einhver vikið sæti þegar Árni Sigfússon var kjörinn í stjórn HS án þess að Þorsteinn hefði skrifað neitt sérstaklega um það. Eða fór það alveg fram hjá mér?
Þorsteinn má alveg hafa sínar skoðanir á því að mér skuli ekki líka stjórnarhættir Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Hann verður bara að læra að lifa með því. Mér líkar það bara alveg ágætlega að við skulum ekki vera sammála í grundvallaratriðum, enda er það ekki hlutverk mitt í pólitík. Til þess var ég ekki kjörinn. 

Hverra hagsmuna var verið að gæta?
En ég set nú orðið, spurningarmerki við, hvað ráði för Þorsteins Erlingssonar í pólítík. Skemmst er að minnast sölu stofnfjárbréfa sem Hitaveita Suðurnesja átti í Sparisjóði Keflavíkur til Fiskmarkaðs Suðurnesja. Bréf þessi voru ekki sett á markað eins og aðrir voru að gera á þessum tíma, heldur seld Fiskmarkaðnum beint. 
Tap HS nam tugum milljóna við að bréfin voru seld með þessum hætti.

Riddarar hringborðsins
Af þessu tilefni er einnig ágætt að rifja upp stöðu nokkurra aðaleikara í þessu (sjónar)spili sem þarna fór fram. Þorsteinn situr í stjórn Fiskmarkaðarins ásamt Ellerti Eiríkssyni, sem þá sat í stjórn HS, ásamt Árna Sigfússyni sem jafnframt situr í bæjarstjórn með Þorsteini Erlingssyni. Af einskærri tilviljun situr Þorsteinn síðan í sjórn Sparisjóðsins.
En tap HS er í raun miklu meira:  Þeir sem fylgst hafa með breytingu á gengi stofnfjárbréfa í SpKef. vita að HS hefur orðið af hundruðum milljóna vegna þess að bréfin voru seld. Hverjir fengu þær?

Er það nema von að blessaður maðurinn reyni að þyrla upp moldviðri.

Guðbrandur Einarsson
Oddviti A-listans í Reykjanesbæ

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024