Ættfræði og bókaspjall á bókasafninu
Félagar af Suðurnesjum í Ættfræðifélaginu ætla að hittast á bókasafninu þriðjudaginn 13. janúar 2009 kl. 20 og spjalla saman um ættfræði.
Allir áhugasamir eru velkomnir. Nánari upplýsingar veitir Einar Ingimundarson í síma 421 1407.
Einnig ætla bókmenntaunnendur að hittast á sama tíma og spjalla saman um áhugaverðar bækur.