Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Ætlar Reykjanesbær að svíkja samkomulagið?
Föstudagur 26. október 2012 kl. 19:11

Ætlar Reykjanesbær að svíkja samkomulagið?

Á aðalfundi SSS á dögunum kom í ljós sú afstaða bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að loka skuli Garðvangi og byggt upp á Nesvöllum. Ég verð að segja að ég vissi af afstöðu einstakra bæjarfulltrúa þess efnis að þeir vildu bara byggja upp í Reykjanesbæ, „í Nafla Suðurnesja“ eins og ég orðaði það víst í svari mínu á aðalfundinum. Á þeim fundi brást ég mjög hart við áðurnefndu útspili félaga minna í Reykjanesbæ enda átti ég ekki von á að þeir mundu á þann hátt svíkja samkomulag sem sveitarfélögin á Suðurnesjum ásamt Heilbrigðisráðherra skrifuðu undir 2004. Samkvæmt því samkomulagi átti að fara í breytingar á Garðvangi eftir uppbyggingu á nýju hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ. Það er að mínu mati nauðsynlegt að ef víkja á frá því samkomulagi sem menn hafa skrifað undir þarf að ræða það, en ekki koma með einhliða ákvörðun eins samstarfsaðila, jafnvel þó það sé sá sem er stærstur!

Nú eru hugmyndir um framtíðaruppbygginu til umræðu innan stjórnar DS og hafa verið um hríð. Það hefur lengi verið ljóst að breytinga er þörf á aðstöðu og aðbúnaði heimilisfólks á Garðvangi enda húsnæðið komið til ára sinna. Hjá þessum breytingum verður ekki komist og ekki hægt að fresta þeim lengur. Framundan er því vinna við að útfæra hvernig staðið verður að  þessum breytingum og þannig staðið við samkomulagið frá 2004.

Þar sem ég er að eðlisfari frekar bjartsýnn maður tel ég víst að við í bæjarstjórn Garðs ásamt fulltrúum Reykjanesbæjar og annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum munum standa saman að framtíðaruppbyggingu á aðstöðu fyrir  fólkið sem staðið hefur vörð um byggð á Suðurnesjum sem við vitum að er jú „Nafli alheimsins“.

Einar Jón Pálsson
Bæjarfulltrúi Garði

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024