„Æi ég fer bara að æfa eftir jól“
Hver kannast ekki við það að byrja á fullum krafti í ræktinni í janúar og september. Ætla sér aldeilis að taka það með trompi, kaupa sér árskort í ræktina en missa svo dampinn eftir örfáar vikur og sitja uppi með að vera styrktaraðilar meiri hluta ársins?
Á þessum tíma árs er líkamsrækt og heilsan ekki efst í huga flestra. Við sjáum að jólakökurnar eru komnar í búðirnar, það er mikið álag hjá skólafólki, veðrið búið að vera hálfleiðinlegt, við þurfum að fara að skipuleggja jólagjafainnkaupin og þar fram eftir götunum. Allt þetta tekur hugann okkar frá heilsunni. Við höfum ekki tíma, við nennum ekki og við vitum að við byrjum aftur á fullu í janúar. Á sama tíma erum við í sjokki yfir því að vera orðin önnur feitasta þjóðin í heiminum á eftir Bandaríkjunum og skiljum bara ekki hvernig á því stendur.
En er ekki núna einmitt tíminn sem við eigum að vera dugleg? Eigum við að vera hreyfingarlaus næstu 8 vikurnar því það er svo mikið að gera hjá okkur og við erum svo löt og þreytt. Ég segi NEI. Núna þurfum við einmitt mest að hreyfa okkur. Við borðum að jafnaði óhollari mat í desember heldur en á öðrum mánuðum ársins því það eru alls staðar konfekt og smákökur á boðstólnum og jafnvel rjúkandi heitir kakóbollar. Reikningsdæmið er ekki flókið - Ef við neytum meiri orku en við eyðum þá fitnum við. Það er bara þannig. Svo ef við erum dugleg að hreyfa okkur þá getum við leyft okkur að njóta desembergóðgætisins án þess að finna mikið fyrir því. En við þurfum ekki bara að hreyfa okkur til að brenna hitaeiningum. Okkur líður bara betur þegar við erum í reglulegri hreyfingu. Við verðum orkumeiri, sáttari við sjálf okkur og við borðum almennt hollara. Ég hef það mikla trú á ykkur að ég ákvað að hefja nýtt 6 vikna Metabolic námskeið í Reykjanesbæ næsta mánudag. Því námskeiði lýkur ekki fyrr en á sjálfum jólunum. Það eru 7 tímar í viku í boði og ég vona að allir geti mætt a.m.k. 3. sinnum í viku. Við erum með fjölda fólks í áskrift hjá okkur í Metabolic en 6 mánaða áskrift kostar aðeins. 8.990 krónur á mánuði. Hættu nú að hugsa um hvað þú ætlar að vera dugleg/-ur eftir jólin og vertu í formi til að takast á við jólin!
Nánari upplýsingar um námskeiðið hér: http://www.styrktarthjalfun.is/sidur/reykjanesbaer
Sjáumst hress!
Helgi Jónas Guðfinnsson