Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Æ, æ, nú virðist ég hafa hlaupið á mig
Fimmtudagur 25. nóvember 2010 kl. 11:41

Æ, æ, nú virðist ég hafa hlaupið á mig


Æ, æ  flest bendir til þess að með grein minni í gær hafi ég hlaupið á mig. Og misskilið málin hrapalega.  Nýfengin aðdáun mín á framsýni  meirihlutans virðist ekki hafa verið  á rökum reist. Sá sjóður sem nýta átti „í þágu mannræktar og aukins manngildis“ hefur verið skuldfærður á bæjarsjóð að sögn þeirra sem til mín hafa hringt.  Peningunum sem skv stofnskrá Manngildissjóðs Reykjanesbæjar  nýta átti til styrktarverkefna virðist hafa verið eytt til greiðslu skulda bæjarsjóðs.  Án þess að fyrir liggi skrifleg heimild bæjaráðs til þess, að því er séð verður fletti maður fundargerðum bæjarráðs. Enn ein skuldin sem enginn vissi af hefur bæst við.

Nýlega kom út skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis, sem fór í flestum meginatriðum yfir hvað það var sem miður fór hér á landi fyrir hrunið. Fáar skýrslur hafa horfið jafnhratt úr umræðunni og hún. Hvað þá að menn hafi haft fyrir því að draga einnhvern lærdóm þar af. Ein megin niðurstaða hennar var að það pukur sem fram fer í reykfylltum bakherbergjum stjórnsýslunnar gæti aldrei orðið fyrirmynd þess sem koma skal . Allt skyldi vera upp á borðum. Og út frá því gekk ég þegar ég ritaði grein mína í gær þar sem ég viðraði hugmynd um að grípa nú til Manngildisjóðsins til aðstoðar íþrótta- og æskulýðstarfi hér í bænum þegar gríðarlegur niðurskurður blasir við.

Sé allrar sanngirni gætt er vel unnt að skilja að þeir peningar sem til eru hjá bænum séu nýttir til greiðslu skulda. En miðað við þær upplýsingar sem ég hef fengið í kjölfar greinar minnar hafa þessir peningar verið nýttir á sama tíma og meirihlutinn hélt því fram að hér væri allt í lukkunar velstandi. Í kringum kosningar í vor. Það skil ég ekki. Og skil  alls ekki að ekki hafi verið leitað eftir formlegu samþykki bæjarráðs fyrir þeim gjörning. Það er ekki reglum samkvæmt.

Ég hef nú í morgun reynt að hafa samband við fjármálstjóra bæjarins til að fá úr því skorið hvað er rétt og hvað er rangt í þessu máli. Hún er upptekinn á fundi. Ég ætla þrátt fyrir allt að vona að aðdáun mín á framsýni meirihlutans reynist á rökum reist og að þeir hafi ekki eytt þeim peningum sem til voru í Manngildissjóði, án þess að fyrir lægi skrifleg heimild bæjarráðs. Það væri ekki fallegt til afspurnar .

Með bestu kveðju,
Hannes Friðriksson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024