Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 4. desember 2001 kl. 09:20

Aðventusamkoma í Njarðvík

Sunnudaginn 9. desember kl.17. verður haldin hin árlega aðventusamkoma í Innri-Njarðvíkurkirkju. Dagskráin verður fjölbreytt að vanda og munu bæði börn og fullorðnir koma að henni.
Aðalræðu samkomunnar flytur Guðný Hallgrímsdóttir prestur fatlaðar og systir hennar Hulda Guðrún Geirsdóttir sópransöngkona syngur einsöng. Börn af leikskólanum Holti flytja helgileik. Kirkjukór kirkjunnar syngur undir stjórn Steinars Guðmundssonar organista.
Systrafélag kirkjunnar bíður öllum að þiggja veitingar í safnaðarheimilinu að samkomunni lokinni.

Allir hjartanlega velkomnir.

Sóknarprestur og sóknarnefnd
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024