Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 29. nóvember 2001 kl. 09:28

Aðventumessa í Njarðvík

Messa (altarisganga) verður fyrsta sunnudag í aðventu 2. desember í Ytri-Njarðvíkurkirkju og hefst hún kl.14. Æðruleysismessa hefst kl.20:30 en þá munu AA-félagar mæta og vitna. Þetta er í fyrsta sinn sem slík messa er haldin hér og verður framhald þar á.

Eldey, kór Félags eldri borgara á Suðurnesjum, syngur í messunni kl. 14 undir stjórn Alexöndru Pitak og undirleikari er Helgi Már Hannesson. Nýr organisti Ytri-Njarðvíkurkirkju, Natalía Chow leikur á orgelið og verður hún sérstaklega boðin til starfa við þessa messu.
Æðruleysismessa hefst kl. 20.30 og markar það formlegt upphaf þess konar messu halds við kirkjuna. Því þótti við hæfi að hefja þessa nýbreytni á fyrsta sunnudegi kirkjuársins sem er fyrsti sunnudagur í aðventu. Áætlað er að vera með æðruleysismessur sjö til átta sinnum á ári á fyrsta sunnudegi hvers mánaðar. Við þessa fyrstu messu mun sr. Jóna Hrönn Bolladóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. AA-félagar verða með reynslusögur. Organisti er Einar Örn Einarsson og mun hann leiða almennan söng. Eru allir velkomnir en sérstaklega hvetjum við alla AA-félaga sem og aðstandendur þeirra að mæta.

Sóknarprestur og sóknarnefnd
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024