Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Fimmtudagur 26. október 2006 kl. 09:02

Aðgerðir til stuðnings atvinnurekstri

Til að efla atvinnulíf og samfélögin utan höfuðborgarsvæðisins þarf fyrst og fremst að virkja mannauðinn og styðja við smá og meðalstór fyrirtæki. Efla menntun, t.d. með staðbundnu háskólanámi, bæta samgöngur og skapa fólki með stutta formlega skólagöngu ný tækfæri til náms. Við eigum fyrst og fremst að skapa fólki jöfn tækifæri og skilyrði til að virkja sköpunarkraftinn í sjálfu sér.
Sérstækar allsherjalausnir tilheyra gærdeginum. Nú eiga að taka við nýjir tímar þar sem nýsköpun, stuðningur við lítil og meðalstór fyrirtæki og menntun fólksins eru í fyrirrúmi.
Auk þess þarf að ráðast í aðgerðir til stuðnings atvinnurekstri og nýsköpun af öllu tagi. Ekkert gerist án hvatningar og stuðnings og hann getur verið af ýmsu tagi. Beinn og óbeinn, ekki síst í formi skatta afslátta og slíkra ívilnana. Þar eru margar leiðir færar og fyrirmyndir víða um Skandinavíu og Evrópu.
Að mínu mati eiga stjórnvöld að vinna framkvæmdaáætlun um aðgerðir til stuðnings atvinnurekstri í smáum og meðalstórum fyrirtækjum. Markmið aðgerðanna á að vera að auðvelda fólkinu að stofna fyrirtæki, búa vela að nýsköpunarstarfi og greiða fyrir vexti og viðgangi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Í þessu tilliti þarf að endurskoða skattalögin sérstaklega og fara norrænu leiðina í stuðningi við nýsköpun og smærri atvinnufyrirtæki.

Virkjum framtak fólksins

Starfsemi smárra og meðalstórra fyrirtækja er drifkraftur framfara í efnahags- og atvinnumálum okkar. Það sýnir reynslan og því eigum við að styðja sérstaklega við framtak einstaklingsins. Virkja kraftinn í fólkinu sjálfu í stað þess að færa lausnirnar á fati pólitískra allsherjalausna.
Þannig verður til yfir helmingur af þjóðarframleiðslu Evrópu og að allt að 75% nýrra starfa í atvinnulífinu verða til í nýjum litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þaðan kemur krafturinn og framtak fólksins. Þann mátt eigum við að virkja með skynsamlegum stuðningi og ívilnunum sem eru gagnsæjar og aðgengilegar frumkvöðlum og hugmyndaríku fólki sem vill ráðast í stofnun lítils eða meðalstórs fyrritækis. Fyrirtækis sem kannski verður stórveldi síðar.
Virkjum framtak fólksins og ráðumst í stuðning við atvinnurekstur með slíkum hætti.

Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður og frambjóðandi í 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024