Aðgengi, heilbrigðiskerfið og Píratar
Friðrik Guðmundsson skrifar
Þær breytingar sem ég vil sjá í málefnum fatlaðra eru þau að það þarf að yfirfara og meta aðgengi fyrir hjólastóla og alla sem eru á fjórum fótum á íslandi m.a. í verslunum, kaffihúsum, tónleikastöðum og fyrirtækjum. Svo fólk í hjólastól geti notið lífsins eins og aðrir, komast í búðir til að versla, til að geta komast út á lífið farið á tónleika eða skemmtistaði þar aðgengið er oftast mjög slæmt, nema í stórum tónlistarhúsum eins og Laugardalshöll, Gamla Bíó, Kórinn. Tjarnarbíó.
Þjóðleikhúsið er eitt dæmi um mjög slæmt aðgengi það er lyfta fyrir utan sem ætti ekki að vera og það ætti bara að vera góður rampur í staðinn það er einfaldara og skilvirkara annaðhvort að hafa rampinn úr steypu eða úr tré, lyftan inni sem er meðfram stiganum er stórhættuleg og er oft að bila. Annað dæmi um mjög slæmt aðgengi er í Sambíóunum Keflavík og reyndar er húsið orðið ansi gamalt það var byggt árið 1941, það var nú ekki gert ráð fyrir aðgengi á þeim tíma. Síðan var það tekið í gegn árið 2001 en það gleymdist að sjá fyrir aðgengi fyrir fatlaða. Þegar ég kem í bíóið þá sit ég alltaf fremst og er með skjáinn í andlitinu, kemst ekki inn til að kaupa mér nammi útaf stiganum sem fyrir utan, en annars er mjög góð þjónusta þar og starfsfólkið alveg frábært, eiginlega öll bíóhús á landinu hafa mjög gott aðgengi nú til dags.
Arnar Helgi Lárusson hefur verið ötull við að vekja athygli á slæmu aðgengi fyrir fatlaða á Suðurnesjum við vildum því sýna fram á að þessar lausnir eru til. Svo vantar líka störf fyrir einstaklinga sem ekki geta unnið fulla vinnu; störf sem þrír eða fjórir gætu skipt með sér sem eru með fötlun og hafa vit til þess.
Þær breytingar sem ég vil sjá í heilbrigiskerfinu eru þær að það þarf að bæta laun starfsmanna, bæta þjónustu sjúklinga, meiri úrval í mötuneyti landsspítalans í Fossvogi. það ætti að byggja nýja spítalann í Fossvogi þar sem er nóg pláss, en ekki við Hringbraut þar sem það er svo þröngt og húsið er orðið svo gamlt og er í slæmu ástandi. Laga mál aldraða m.a. betri þjónustu á hjúkrunarheimilum, fleiri þjónustuíbúðir og hjón geti búið saman á hjúkrunarheimilum og séu ekki aðskild.
Með framboði mínu í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi þá vonast ég eftir því að komast á lista og vinna í þessum fyrrirnefndum málum sem snerta mig persónuleg og ég er mjög hlynntur grunnstefnu Pírata. Þetta er allt mjög flott fólk sem er framboði og vilja láta til sín taka og það eru um 25 frambjóðendur í framboði í Suðurkjördæmi. Prófkjörskosningar Pírata hófust þann 2. ágúst síðastliðinn og lýkur þann 12. ágúst bara fyrir flokksmenn og bara fólk sem hefur verið skráð í flokkinn í 30 daga hefur rétt til að kjósa. Vonandi náum við að koma fólki inná Alþing úr Suðurkjördæmi og blása nýju lífi inní stjórnmál á íslandi.
Kær kveðja
Friðrik Guðmundsson Pírati