Aðgangur öryrkja að tómstunda- og félagsstarfi á vegum Reykjanesbæjar
Á fundi þ. 16. des. sl. samþykkti bæjarstjórn Reykjanesbæjar tillögu undirritaðs þess efnis að bæjarstjóra yrði falið, í samvinnu við fjölskyldu- og félagsþjónustu og menningar,- íþrótta- og tómstundaskrifstofu, að kanna hvort hægt væri að heimila öryrkjum að taka þátt í og nýta sér ýmis tómstundatilboð, sem sveitarfélagið býður öldruðum og fötluðum í dag. Ástæða tillögunar er sú að nokkuð mun vera um öryrkja, sem hvorki tilheyra eldri borgurum né fötluðum, sem eru ekki í vinnu en gætu og myndu vilja hafa aðgang að því félagsstarfi sem í boði er.
Gert er ráð fyrir að bæjarstjóri skili niðurstöðum könnunarinnar í febrúar og vonandi verður hún jákvæð og þar með hægt að heimila öryrkjum aðgang að ýmsum tómstundatilboðum á vegum sveitarfélagsins.
Kær kveðja
Kjartan Már Kjartansson,
bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins
Gert er ráð fyrir að bæjarstjóri skili niðurstöðum könnunarinnar í febrúar og vonandi verður hún jákvæð og þar með hægt að heimila öryrkjum aðgang að ýmsum tómstundatilboðum á vegum sveitarfélagsins.
Kær kveðja
Kjartan Már Kjartansson,
bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins