Aðfangadagskvöld
Leiðist þér að vera alein(n) um jólin eða langar þig að eiga öðruvísi jól í ár?
Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ opnar hús sitt að Flugvallarbraut 730 og býður upp á notalegt og skemmtilegt aðfangadagskvöld fyrir einstæðinga og fjölskyldur. ALLIR eru velkomnir.
Dagskráin verður fjölskylduvæn og fjölbreytt. Á boðstólum verður 3 rétta hátíðarmatur, skemmtilegur félagsskapur, söngur og dans í kringum jólatréð og ýmsar óvæntar uppákomur. Hver veit nema að við fáum sérstaka heimsókn frá fjöllum...
Við opnum hjá okkur kl. 17:00 og hefst kvöldið með upplestri jólaguðspjallsins kl. 18:00. Síðan tekur við borðhald og yndisleg kvöldstund.
Öllum þátttakendum er að kostnaðarlausu að taka þátt í þessu jólaboði en það verður í boði „Jólapotts Hjálpræðishersins“. Við bjóðum upp á akstur í Reykjanesbæ.
Við leitum einnig eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða okkur við akstur og við að þjóna til borðs þetta kvöld. Hvað með þig?
Skráning óskast fyrir 21. des. (til að tryggja að nóg verði af kræsingum og svo þarf auðvitað Sveinki að vita hvað hann á að taka með sér stóran poka...)
Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Ester og Wouter í síma 6943146 eða hjá [email protected]
Gleðileg jól og verið hjartanlega velkomin!